Könnukaka með lakkrís

Ég hef áður látið gamminn geysa um ágætu könnukaka enda er þetta eitt af því auðveldasta sem þið gerið í eldhúsinu og tilvalið fyrir þá sem eru ekki góðir í bakstri en vilja verða betri. Hér kemur þemað sterkt inn…

Trylltar hinsegin bollakökur

Í dag verður Gleðigangan gengin sem er viss hápunktur á Hinsegin dögum sem hafa verið síðustu vikuna. Ég hef alltaf farið með dóttur mína sem er fimm ára í Gleðigönguna. Mig langar nefnilega að ala upp einstakling sem tekur fólki…

Kanilkökur með hvítu súkkulaði

Aftur býð ég upp á smákökur í þessum mánuði, einfaldlega út af því að það er svo gaman að baka smákökur og svo hentugt að eiga nokkrar í dunki þegar gesti ber óvænt að garði. Og þar sem ég er…

Ofureinföld kaka með sítrónukremi

Jæja gott fólk. Hérna kemur uppskrift að köku sem er svo fáránlega einföld að jafnvel hundurinn minn gæti hlaðið í hana á slæmum degi. Og ef þið farið eftir leiðbeiningunum verður hver sneið eins og að borða ský – með…

Mangóbaka með myntulaufum

Ég hef aldrei verið sérstaklega hrifin af því að nota ávexti í bakstur – kannski út af því að maður er skaðbrenndur af endalausum frómas með dósaávöxtum sem manni voru gefnir við minnsta tilefni í æsku. En ég er öll…

Sítrónubollakökur

Það eru ekki allir sem meika sítrusávexti í mat og bakstri. Sem betur fer er ég ekki á þeim bitra stað því ég hreinlega elska gott sítrónukikk, jú eða læm, í kökurnar mínar. Svo ég tala nú ekki um gott…

Daim-brúnkur

Hafiði einhvern tímann upplifað það að baka eitthvað, smakka það og trúa ekki ykkar eigin bragðlaukum? Trúa ekki að þið, meðal Jónarnir, hafið getað búið eitthvað svona dásamlegt til? Nú, þannig leið mér þegar ég smakkaði þessa brúnku í fyrsta…

Kaffi- og pekanhnetumúffur

Ég er ein af þeim sem trúir því að múffa verði að vera svo góð að hún nánast bráðni uppí þér til að réttlæta það að það sé ekkert krem á henni. Því krem er náttúrulega guðs gjöf – það…

Bananabrauð – dýrari týpan

Ég þoli ekki að henda mat og reyni því alltaf að finna upp á nýjum og spennandi leiðum til að nýta banana sem eru á síðasta snúningi. Ég ákvað að blanda saman bananabrauði og súkkulaðiköku því við skulum bara horfast…

Kókosbollakökur með súraldinkremi

Nei þetta eru ekki kökur úr kókosbollum – það kemur síðar. Þetta eru bollakökur með kókos. Ókei? Þessar eru bara svo endalaust sumarlegar og fínar og ekki skemmir fyrir að þær eru helvíti ferskar á bragðið.

Toblerone-smákökur

Ég er nýlega komin heim frá Taílandi sem var án efa ferð lífs míns. Þriggja mánaða ævintýri. Hjá mér vaknar alltaf mikil fortíðarþrá á flugvellinum og ég get barasta ekki sleppt því að kaupa mér nammi í fríhöfninni – þó…

Brúnað smjör og Butterscotch

Nú hljóma ég svolítið mikið eins og biluð plata þannig að ég segi bara sorrí með mig fyrirfram. Ég var að rölta í Hagkaupum í vikunni og rak augun í risastóran poka frá Hershey’s af einhverju sem ég hafði ekki…

Kökur og krem

Ég elska að finna eitthvað nýtt í stórmörkuðum sem vekur upp löngunina til að baka. Það gerðist í Kosti í vikunni þegar ég keypti svolítið sem ég geri aldrei – tilbúið krem. En þetta tilbúna krem öskraði á mig. Hershey’s…

Bestu kanilsnúðar í heimi

Þegar ég var lítil var ég kölluð Kanos kanill. Ekki spyrja mig af hverju. En það gæti verið þess vegna sem ég hef leitast við að finna hinn fullkomna kanilsnúð í fjöldamörg ár og fyrir nokkrum misserum fann ég hann!…

Rauð flauelisbrúnka með rjómaosti

  Mér finnst ofboðslega gaman að leyfa dóttur minni að hjálpa mér í eldhúsinu því henni finnst alveg einstaklega gaman að baka. Þessi kaka er mjög einföld og tilvalið að leyfa krökkunum að hjálpa. Dóttir mín reyndar lét sér ekki…

Rauð flaueliskaka með Oreo og súkkulaði

Ég geti ekki fyllilega lýst með orðum þeirri ringulreið sem skapaðist á mínum gamla vinnustað þegar ég mætti með þessa forlátu köku í vinnuna. Ég hef ekki séð svona hamslausa græðgi í augum fólks – nema þá kannski á tyllidögum…