Í dag er bolludagur og því ber að fagna þar til rjóminn sprautast út úr eyrunum á okkur!
Ég hef birt mína skotheldu uppskrift að vatnsdeigsbollum áður og læt ég hana fylgja með hér fyrir neðan ásamt glænýjum fyllingum sem hafa vakið mikla lukku á mínu heimili. Við erum að tala um…
Sítrónu- og bláberjabollu
Ostakökubollu
Oreo-bollu
Jarðarberjabollu
Banana- og hlynsírópsbollu
Berjabollu
Eins og fyrr þá hvet ég fólk til að leika sér með bollurnar, hvort sem þið bakið þær sjálf eða kaupið út í búð. Það er tímafrekt að baka vatnsdeigsbollur og það getur svo margt klikkað. Þannig að ef þú vilt ómögulega bæta á þig meira álagi þá er 100% málið að kaupa tilbúnar bollur og leika sér með fyllingarnar.
Bolla, bolla, bolla!
Alls konar fyllingar í bestu bollurnar
|
|
Hráefni
Vatnsdeigsbollur
- 220g smjör
- 2bollar vatn
- 2bollar hveiti
- sjávarsalt
- 6-8 egg
Sítrónu- og bláberjabolla
Ostakökubolla
- 9 hafrakex
- 1/4bolli púðursykur
- 1tsk kanill
- 1/4tsk negull
- 1/4tsk vanilludropar
- 1/2tsk sjávarsalt
- 6msk smjör
- þeyttur rjómi
- mjúkur rjómaostur
- flórsykur
- hvítt súkkulaði(brætt)
Oreo-bolla
- Oreo-kex(mulið)
- þeyttur rjómi
- mjúkur rjómaostur
- flórsykur
- kókosbollur(saxaðar)
- hvítt súkkulaði(brætt)
Jarðarberjabolla
- Royal búðingur með jarðarberjabragði
- jarðarber
- þeyttur rjómi
- bleikt súkkulaði(brætt) (má skipta út fyrir annað súkkulaði)
Banana- og hlynsírópsbolla
Berjabolla
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
- Hitið ofninn í 200°C á undir- og yfirhita. Setjið smjör og vatn í pott og bræðið yfir meðalhita. Náið upp suðu. Slökkvið síðan á hellunni og blandið hveiti og salt rösklega saman við þar til blandan hættir að festast við pottinn.
- Skellið í hrærivélaskál og kælið þar til hættir að rjúka úr deiginu þegar það er snert eða hrært.
- Pískið eggin, byrjið á sex eggjum ef þau eru mjög stór. Hafið hrærivélina í gangi og blandið eggjunum smátt og smátt saman við. Passið að hræra vel á milli til að sjá þykktina á deiginu. Það á að vera frekar stíft og glansandi.
- Sprautið bollum á smjörpappírsklædda ofnplötu eða notið skeið til að móta bollurnar. Bakið í 25 til 30 mínútur og alls ekki opna ofninn fyrr en eftir 20 mínútur svo bollurnar falli ekki.
Sítrónu- og bláberjabolla
- Smyrjið lemon curd í botninn og sprautið rjóma yfir. Fyllið bolluna með bláberjum og lokið henni síðan. Skreytið með hvítu súkkulaði og mini smarties.
Ostakökubolla
- Hér byrjum við á að gera hafrakexmulning. Hitið ofninn í 160°C. Myljið kexið og blandið saman við restina af hráefnunum. Setjið smjörpappír á ofnplötu og hafrakexblönduna ofan á. Bakið í 10-12 mínútur og leyfið að kólna alveg.
- Þá er hægt að skreyta bolluna. Blandið mjúkum rjómaosti saman við flórsykur. Hér fer ég eftir smekk. Blandið smá þeyttum rjóma saman við rjómaostablönduna. Smyrjið rjómaostublöndunni í botninn og sprautið þeyttum rjóma yfir. Fyllið með hafrakexmulningi og lokið bollunni. Skreytið með hvítu súkkulaði og meiri mulningi.
Oreo-bolla
- Blandið mjúkum rjómaosti saman við flórsykur. Hér fer ég eftir smekk. Blandið smá þeyttum rjóma saman við rjómaostablönduna. Smyrjið rjómaostublöndunni í botninn og sprautið þeyttum rjóma yfir. Fyllið með Oreo-kexi og kókosbollum. Skreytið með hvítu súkkulaði og meiri Oreo-kexi.
Jarðarberjabolla
- Blandið hálfum pakka af búðing við 200 ml af mjólk eða rjóma. Kælið í ísskáp. Fyllið bolluna með búðingnum, sprautið smá þeyttum rjóma og fyllið með söxuðum jarðarberjum. Lokið bollunni og skreytið með bleiku súkkulaði.
Banana- og hlynsírópsbolla
- Blandið hálfum pakka af búðing við 200 ml af mjólk eða rjóma. Kælið í ísskáp. Fyllið bolluna með búðingnum, sprautið smá þeyttum rjóma og fyllið með karamellukurli. Lokið bollunni. Blandið flórsykri saman við hlynsíróp og smá mjólk. Skreytið með glassúrnum.
Berjabolla
- Blandið hálfum pakka af búðing við 200 ml af mjólk eða rjóma. Kælið í ísskáp. Fyllið bolluna með búðingnum, sprautið smá þeyttum rjóma og fyllið með bláberjum og söxuðum jarðarberjum. Skreytið með bræddu mjólkursúkkulaði.