Ókei, ég er vandræðalega montin yfir þessum kökum. Svona í alvörunni talað, þá er ég búin að senda mynd af þessum kökum á alla sem ég þekki til að monta mig. Gjörsamlega óbærileg týpa.

Mér finnst bara svo gaman þegar maður nær að skapa eitthvað eins og þessar kökur. Ég er auðvitað ekkert að finna upp hjólið og það er fullt, fullt af fólki sem hefur gert þetta á undan mér en mér er alveg sama. Ég er samt montin!

Það er ekkert mál að hlaða í svona skemmtilegheit, sem eru tilvalin í afmælisveisluna. Það eina sem maður þarf er smá þolinmæði. Og auðvitað öll hráefnin í kökurnar, en hér er auðvitað hægt að nota hvaða bollakökuuppskrift sem er, svo lengi sem þær eru góðar á bragðið. Skemmtið ykkur vel!

P.S. Hér fyrir neðan má sjá kökurnar í allri sinni dýrð en þær voru myndaðar af snillingnum Sunnu Gautadóttur.


Bollakökur sem ögra þyngdaraflinu
Hráefni
Kökur
Krem
Skreytingin
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til múffuform. Blandið smjöri og sykri vel saman og bætið því næst eggjum, dropum, mjólk og sýrðum rjóma saman við. Blandið vel saman.
  2. Blandið þurrefnum saman í skál og blandið varlega saman við. Blandið síðan slatta af kökuskrauti saman við deigið, ef þið viljið meiri litagleði, með sleif eða sleikju.
  3. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 25-30 mínútur. Kælið kökurnar alveg.
Krem
  1. Hér er bara hefðbundið smjörkrem þar sem smjörið er þeytt í 3-4 mínútur og flórsykri og vanilludropum bætt saman við. Ef kremið er of þykkt er smá mjólk bætt saman við.
Skreytingin
  1. Hér er mjög mikilvægt að vinna með prik sem er þykkara en grillspjót, til dæmis íspinnaprik. Leggið prikið á smjörpappír og bræðið súkkulaðið. Penslið aðra hlið á prikinu, nema þann part sem er svo stungið ofan í kökuna, með súkkulaðinu og raðið litlu M&M-nammi á prikið þar til þið hafið hulið það alveg. Leyfið þessu að storkna alveg, sem tekur sinn tíma, og snúið prikinu síðan við og endurtakið.
  2. Síðan klippið þið M&M-pokann eins og þið viljið hafa hann og penslið að innan með súkkulaði. Festið brúnirnar síðan við fína M&M-prikið sem þið voruð að gera. Leyfið að storkna alveg. Jebb, þetta er tímafrekt - þolinmæðin, muniði. Ástæðan fyrir því að ég nota litlu M&M-in til að hylja prikið er einfaldlega sú að mér finnst það koma betur út.
  3. Skreytið kökurnar með kreminu og stingið prikinu ofan í eina af kökunum. Þið getið auðvitað gert fleiri prik en mér fannst flott að hafa bara eina þyngdaraflsögrandi köku innan um nokkrar í hefðbundnari kantinum.
  4. Stráið síðan M&M í kringum prikið og á hinar kökurnar. Sitjið og bíðið eftir gestunum sem eiga ekki eftir að trúa þessu!

Umsagnir

Umsagnir