Krækiberjaís sem hressir, bætir og kætir

Jæja, krakkar. Ég er ekki enn búin með öll krækiberin mín! Ég er samt að reyna eins og ég get að töfra fram dásamlegar krækiberjakræsingar í hverri viku en það er eins og það bætist alltaf við í dunkinn! En,…

Frozen afmæli fyrir tveggja ára snilling

Yngsta barnið á heimilinu, ofursnillingurinn Anna Alexía, varð tveggja ára í síðustu viku og auðvitað var blásið til mikillar veislu. Frozen afmæli par exelans! Hún Anna nefnilega elskar Frozen og þá sérstaklega snjókallinn Ólaf. Henni er nett sama um nöfnu…

Heimagerðar jólagjafir – partur III

Þá er komið að síðasta jólaþættinum mínum á ÍNN í kvöld. Í honum fer ég yfir tvær einfaldar, heimagerðar jólagjafir til viðbótar sem lítið mál er að henda í svona korter í jól. Í kvöld bý ég til krítarplatta úr…

Uppáhalds eftirréttirnir mínir

Áttu enn eftir að ákveða hvað verður í eftirrétt um jólin? Ekki hafa áhyggjur því ég er búin að taka saman uppáhalds eftirréttina mína – og þeir eru allir ofureinfaldir! Allt frá ís til marengs, frá bollakökum til unaðslegrar ostaköku….

Heimagerðar jólagjafir – partur II

Nú er komið að öðrum parti af heimagerðu jólagjöfunum en að þessu sinni bý ég til freyðandi og yndislegar baðbombur og dásamlegan líkamsskrúbb. Þið getið séð nákvæmlega hvernig ég fer að þessu í þættinum Jóló á ÍNN í kvöld en…

Heimagerðar jólagjafir – partur I

Ég hef verið ofsalega löt að setja uppskriftir inn í desember. Ég hef reyndar almennt verið mjög löt við að baka sem er afar ólíkt mér. En ég hef góða afsökun. Ég hef nefnilega verið í tökum á nýjum jólaþætti…

Yndislegir epla- og karamellubitar

Ég er svolítið mikið að elska þetta eplaþema enda epli afar vinsæl á mínu heimili. Svo passa þau líka svo vel með karamellu – eitthvað sem ég dýrka og dái. Hér erum við að tala um einstaklega auðvelda epla- og…

Uppáhaldskaka eiginmannsins

Eiginmaður minn er ofboðslega lítið hrifinn af köku sem er vandamál á heimilinu því þá lendi ég í því að gúffa öllum kræsingunum í mig ein og óstudd. Ég hef því lengi leitað að kruðeríi sem honum finnst jafngott, ef…

Einfaldasti piparmyntuís í heimi

Ég hef áður boðið ykkur upp á fáránlega einfaldan ís og nú geri ég það aftur – nema þessi er þúsund sinnum betri. Í þessari uppskrift nota ég sæta mjólk, eða sweetened condensed milk, en þeir sem kíkja á síðuna…

Stórkostlegur sykurpúða- og kaffisjeik

Jæja, þá er komið að því – minn fyrsti drykkur hér á Blaka. Þvílík tímamót! Mér finnst að ég ætti að fagna þessu alveg sérstaklega. Ætti ég að baka köku í tilefni dagsins?! En að öllu gríni slepptu þá bara…

Langbesti eftirrétturinn

Enn og aftur hljóma ég eins og biluð plata en þessi eftirréttur, dömur mínar og herrar, er algjörlega óviðjafnanlegur. Við erum að tala um lag af kexi og smjöri, lag af sykurpúðaostaköku, lag af súkkulaðisósu, öll lögin endurtekin og síðan…

Alltof góður poppbúðingur

Ókei, ég veit hvað þið eruð að hugsa. Popp og búðingur – fer það virkilega vel saman? Ég heyri yfirlætið og vantrúna í hugsunum ykkar og ég er hér til að segja ykkur að þessi blanda er vissulega skrýtin en…

Fáránlega einföld karamellu- og bananabomba

Eftirréttirnir bara verða ekki einfaldari en þessi. Ég lofa! Og þeir verða heldur ekki mikið betri – það er að segja ef þú elskar karamellusósu, banana og rjóma. Þessi eftirrétur er tilvalinn í matarboðið því það er svo ofureinfalt að…

Eftirréttur með tvöföldum skammti af Oreo

Hér er á ferð ein af mínum farsælustu tilraunum í eldhúsinu en þessi eftirréttur er kominn á topp 3 listann minn yfir bestu eftirrétti Blaka. Ég náttúrulega elska Oreo út af lífinu og er nóg af því í þessum eftirrétt…

Unaðslegir Rice Krispies- og Oreo-molar

Það er lögmál hér á Blaka að það verður að gera ostakökur úr nánast hverju sem er. Eins er það eiginlega orðið lögmál að Rice Krispies er orðin mikil aðalpersóna hér á blogginu. Og ekki að ástæðulausu – það er…

Einfaldasti ís í heimi

Gleðilegt nýtt ár kæru Blakarar og takk fyrir það gamla. Nú er hálft ár síðan Blaka opnaði, nokkrum dögum áður en ég átti mitt annað barn. Á þessum stutta tíma hafa viðtökurnar sem ég hef fengið verið í einu orði…