Ég sit hér, með hvíta málningu út á kinn, köngulóarspöng í úfnu hárinu og hellur fyrir eyrunum eftir píkuskræki kvöldsins og spyr mig: „Af hverju læt ég hafa mig út í þetta ár eftir ár?“

Jú, ég er að tala um Hrekkjavökuteiti. Svarið við spurningunni er samt frekar einfalt: Þó maður verði hálfvankaður í auga stormsins og maður hafi á tilfinningunni að nokkrar sjö ára stelpur hafi tekið sig saman fyrir fram um að gera mömmuna í partíinu alveg brjálaða, þá er þetta samt svo gaman. Láta hugann reika og finna upp nýjar og ógeðslegar veitingar, skreyta húsið með alls kyns óhugnaði og fylgjast með alsælu (sykursjokki) barnanna með herlegheitin. Svo mikil stemning. Svo mikið stuð. Svo mikið sem brýtur upp hversdaginn.

Ég er mikil stemningskona, en hef átt í smá ástar-haturs sambandi við Hrekkjavökuna. Fyrr en núna. Ég held að ég sé búin að ná þessu. Allt í einu hef ég virkilega gaman að öllum þessum viðbjóði og get gleymt mér á internetinu að skoða uppskriftir að gerviblóði.

Að þessu sinni ákvað ég að stytta mér alls konar leiðir í veitingum í Hrekkjavökupartíinu til að hafa tíma til að gera þær sem fjölbreyttastar. Ég keypti fullt tilbúið út í búð og skreytti það svo eftir mínu höfði. Sumt bakaði ég frá grunni en bara það allra einfaldasta.

Útkoman: Eitt ógeðslegt Hrekkjavökuborð sem ég er afar stolt af!


Ofureinfaldar hugmyndir að Hrekkjavökugotti
Hráefni
Rice Krispies-heilar
Hauskúpu grafreitur
Hrekkjavöku smákökur
Leiðbeiningar
Rice Krispies-heilar
  1. Takið til stóran pott. Bræðið sykurpúða og smjör saman yfir vægum hita þar til allt er brætt og vel blandað saman.
  2. Slökkvið á hitanum og bætið Rice Krispies, rauðum matarlit og vanilludropum saman við.
  3. Klæðið ykkur í plasthanska og smyrjið þá aðeins með matarolíu. Mótið litla heila úr blöndunni og leyfið að kólna og harðna. Málið síðan með smá rauðum matarlit til að búa til blóðið í heilunum.
Twix-puttar
  1. Fjarlægið smá af karamellunni af öðrum endanum af Twixinu til að búa til pláss fyrir „nögl“. Bræðið hvítt súkkulaði og búið til „nöglina“. Penslið „naglaböndin“ með smá rauðum matarlit.
Hauskúpu grafreitur
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eina litla ofnskúffu.
  2. Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í skál. Bræðið smjörið í potti og bætið kakói og sjóðandi heitu vatni saman við þegar smjörið er bráðnað.
  3. Blandið súrmjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman í lítilli skál. Blandið súrmjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og síðan vatnsblöndunni. Hrærið allt vel saman. Hellið blöndunni í skúffuna og bakið í 25-30 mínútur.
  4. Leyfið kökunni að kólna og smyrjið síðan smjörkremi yfir hana. Myljið Oreo-kexið í blandara eða í höndunum. Dreifið mylsnunni yfir smjörkremið og skreytið kökuna.
Hrekkjavöku smákökur
  1. Kaupið piparkökur, ég valdi hringlaga, og skreytið að vild. Nóg af hugmyndum hægt að finna á netinu að skemmtilegum skreytingum.
Oreo-köngulær
  1. Takið Oreo-kexinu í sundur og reynið að haldar kreminu öllu á öðrum helmingnum. Klippið niður lakkrísreimar. Raðið lakkrísreimum í kremið eins og köngulóalappir. Setjið smá hvítt súkkulaði á lappalausu Oreo-kexkökuna og lokið lappirnar inni. Setjið smá hvítt súkkulaði á nammiaugun og festið á köngulærnar. Leyfið súkkulaðinu að storkna áður en þið tjónkið við köngulónum.

Umsagnir

Umsagnir