Þó ég sé ekkert rosalega mikið fyrir bláber, þá finnst mér þau gjörsamlega ómótstæðileg með dass af sítrónu og glás af sykri.

Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég elska þessa unaðslegu kleinuhringi svona mikið!

Þeir eru góðir án glassúr, en enn þá betri með honum. Ég á mjög erfitt með mig þegar þessir eru annars vegar.

Úr þessari uppskrift fást um það bil 12 snúllubuff, en þessir kleinuhringir birtust upprunalega í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll. Og sjáiði myndirnar – hve dásamlegar?! Það var snillingurinn Sunna Gautadóttir sem tók þessar myndir, sem og allar aðrar myndir í fallegu bókinni minni. Takk Sunna!

Frískið aðeins upp á veturinn og gúffið í ykkur bláber og sítrónur.


Bláber + sítrónur = fullkomið hjónaband
Hráefni
Hringirnir
Glassúr
Leiðbeiningar
Hringirnir
  1. Hitið ofninn í 220°C og takið til kleinuhringjaform. Spreyið formið vel með bakstursspreyi.
  2. Blandið smjöri, olíu og sykri saman í skál og þeytið í um 2 mínútur. Bætið eggjum, vanilludropum, sítrónuberki og AB mjólk saman við og hrærið vel.
  3. Bætið því næst hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman við og blandið vel saman. Hrærið bláberjunum saman við með sleif eða sleikju. Deigið á að vera frekar þykkt.
  4. Skellið deiginu í sprautupoka og sprautið því í formið. Ef þið eigið ekki sprautupoka getið þið notað lítinn plastpoka og klippt eitt hornið af honum. Mér finnst langbest að sprauta deiginu í formið til að minnka subbuskapinn.
  5. Bakið í 7-8 mínútur og leyfið hringjunum að kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.
Glassúr
  1. Takið ykkur grunna skál í hönd og blandið flórsykri, berki og 6 matskeiðum af safa saman. Ef blandan er of þykk, bætið þið aðeins meiri sítrónusafa saman við.
  2. Dýfið hringjunum í glassúrinn og leyfið honum að harðna, eða gúffið hringjunum bara í ykkur strax!

Umsagnir

Umsagnir