Ég er mjög svag fyrir öllu sem heitir karamella. Því hlóð ég í þessar dúllur þegar ég rakst á Doré karamellusúkkulaðibita í einni búðarferðinni.

Þessi smákökuuppskrift er ofureinföld. Þó það þurfi smá dúllerí þá er það alls ekkert flókið og eiginlega ómögulegt að klúðra þessari.

Kökurnar sjálfar einar og sér eru engin kraftaverk en þegar þeim er blandað við kanilsykur og karamellusúkkulaði þá verður til blanda sem gjörsamlega slær bragðlaukana niður.

Ég reyni að nota vinnufélaga og fjölskyldu sem tilraunadýr og viðbrögðin við þessum kökum létu ekki á sér standa. „Besta smákaka sem ég hef smakkað,“ heyrðist oftar en einu sinni, og það er mikið sagt því fólkið í kringum mig, sérstaklega börnin mín, eru mjög hreinskilin.

Ef þú bakar alltaf sömu sortir fyrir hver jól og langar að breyta út af vananum þá mæli ég hiklaust með þessum krúsídúllum.

Hver veit, þú gætir fundið nýja uppáhaldssmáköku.


Karamellukökur sem bráðna í munni
Hráefni
Smákökur
Leiðbeiningar
Smákökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Þeytið smjör og sykur vel saman þar til blandan er létt og ljós.
  2. Bætið eggi og vanilludropum við og hrærið vel. Bætið síðan hveiti, lyftidufti og sjávarsalti saman við og hrærið þar til allt er blandað saman. Ef deigið er mjög stíft má setja smá mjólk saman við.
  3. Blandið kanil og sykri saman eins og þið mynduð gera kanilsykur fyrir grjónagraut. Búið til litlar kúlur úr deiginu, veltið upp úr kanilsykri, raðið á ofnplötu og fletjið með lófanum.
  4. Bakið í 8-10 mínútur og leyfið kökunum að kólna alveg.
Toppur
  1. Bræðið súkkulaðið og dýfið öðrum helmingnum af kökunni ofan í það. Skreytið með karamellukurli og leyfið að storkna á smjörpappír. Njótið!

Umsagnir

Umsagnir