Ef maður er óákveðinn og elskar alltof margt, eins og ég, er stundum tilvalið að henda því bara öllu í eina, sæta smáköku.

Hér er ég að vinna með súkkulaði, saltkringlur, sjávarsalt og butterscotch-bita. Fyrir þá sem ekki vita er butterscotch-bitum eiginlega best lýst sem karamellusúkkulaði. Þannig að ef þið finnið ekki þessa himnesku bita er alveg hægt að nota hvaða súkkulaði sem er. Eða eitthvað allt annað.

Þessi uppskrift birtist fyrst í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og er það Sunna Gautadóttir sem á heiðurinn af myndunum.

Góðar bakstursstundir!


Smákökur fullar af gleði og alls konar
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Aftur byrjum við á því að brúna smjör, en ég hef gert það í nokkrum uppskriftum. Setjið smjörið í lítinn pott og bræðið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust. Smjörið á eftir að freyða og síðan verður það brúnt. Þegar þið finnið hnetukreim af því er það tilbúið. Takið þá pottinn af hellunni og leyfið smjörinu að kólna í korter til 20 mínútur. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Blandið hveiti, matarsóda og sjávarsalti saman í skál og setjið til hliðar. Hrærið púðursykri, eggjum, vanilludropum og brúnuðu smjöri saman í skál. Blandið hveitiblöndunni saman við og hrærið vel með sleif eða sleikju þar til allt er blandað saman.
  3. Hrærið butterscotch-bitum, súkkulaðibitum og saltkringlum saman við. Búið til litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötur. Bakið í 10-12 mínútur. Svo er tilvalið að strá smá meira sjávarsalti yfir kökurnar og leyfa þeim að leika við bragðlaukana.

Umsagnir

Umsagnir