Bilaðslega góð ljóska

Pretzel, karamellukurl og hnetusmjör – getur þessi blanda nokkuð klikkað? Ó, nei, hún getur það sko aldeilis ekki! Það er langt síðan ég hef hlaðið í eitt stykki ljúffenga ljósku en ljóskur eru eiginlega brúnkur (brownies) mínus dökkt súkkulaði. Þessi…

Þrefaldar súkkulaðibitakökur

Eitt af því sem ég bakaði alltaf fyrir jólin með móður minni þegar ég var yngri voru súkkulaðibitakökur. Einstaklega einfaldar kökur sem standa alltaf fyrir sínu en uppskriftina að þeim má finna hér. Fyrir þessi jól ákvað ég að poppa…

Súkkulaðikökur með hnetusmjörskremi

Jibbý! Uppáhaldsmánuðurinn minn er byrjaður – sjálfur desember! Jólamánuðurinn og þá skal sko baka. Það er eiginlega skylda. Ég hef alveg sérlega gaman að því að baka smákökur. Ég hreinlega elska það. Það fylgir því svo mikil stemning og svo…

Yndislegir epla- og karamellubitar

Ég er svolítið mikið að elska þetta eplaþema enda epli afar vinsæl á mínu heimili. Svo passa þau líka svo vel með karamellu – eitthvað sem ég dýrka og dái. Hér erum við að tala um einstaklega auðvelda epla- og…

Yndislegar Oreo-smákökur

Það elska allir smákökurnar á Subway sem hafa eitthvað vit í kollinum og ég er að segja ykkur það – þessar smákökur eru alveg jafn yndislegar og Subway-smákökurnar, bara með dass af Oreo í þeim. Leynihráefnið hér, til að gera…

Trylltar bollakökur með fullt af piparkökum

Ég eeeelska að baka bollakökur. Það er svo endalaust gaman að leika sér með mismunandi bragð, krem, fyllingu og skraut. Ég get alveg gleymt mér með kökusprautuna á lofti öll útötuð í ætu glimmeri en það er alveg þess virði….

Snickers-súkkulaðikaka með karamellusósu

Núna er Snickers-mánuðurinn alveg að verða búinn en það er alveg ljóst að ég verð einhvern tímann aftur að hlaða í Snickers-þema því það er svo margt sem mig langar til að prófa að gera úr þessu lostæti. Hér kemur…

Mars- og Malteserssprengja

Jæja krakkar. Það kom eiginlega ekkert annað til greina en að þessi sykurgúmmulaðiofurbomba myndi ljúka þessum ljúffenga septembermánuði. Ég veit ekki með ykkur en september er búinn að vera uppáhaldsmánuðurinn minn það sem af er árinu – og ekki bara…

Hafrabomba með Mars-i

Ef að þið eruð eitthvað eins og ég og elskið þegar einfalt og þurrt haframjöl hittir ljúffengt smjör og súkkulaði þá eigið þið eftir að elska þessa bombu! Hún hefur nefnilega þetta allt og ekki skemmir fyrir að hún er…

Bláberja- og súkkulaðidúllur

Ég elska þegar uppskriftir og kruðerí koma mér á óvart. Eitthvað sem ég hélt að yrði afleitt verður bara algjör draumur. Þessar smákökur eru gott dæmi um það og þess vegna kalla ég þær dúllur. Því þær eru svo sætar…

Ananasbollakökur

Jæja, núna hvílum við sítrónur og mangó og snúum okkur að ferska sumarávextinum ananas. Ef það kæmi einhvern tímann sumar á þessu verðubarna skeri gætum við setið undir berum himni, sleikt sólina og borðað safaríkan ananas í tonnavís. En út…

Kaffi- og pekanhnetumúffur

Ég er ein af þeim sem trúir því að múffa verði að vera svo góð að hún nánast bráðni uppí þér til að réttlæta það að það sé ekkert krem á henni. Því krem er náttúrulega guðs gjöf – það…

Maltesers- og poppkökur

Ég er algjör poppfíkill. Því ákvað ég að prófa hvernig væri að baka með poppi. En það var ekki nóg að hafa bara popp. Ó nei, ég þurfti eitthvað aðeins meira kikk. Maltesers varð fyrir valinu sem súkkulaðiviðbót í kökurnar….

Lakkrís- og möndlukökur

Sko, þessar kökur eru frekar góðar. Kannski er það bara út af því að ég elska lakkrís. Hver veit? En út af því að lakkrísinn er frekar saltur og möndludroparnir sætir þá bragðast þessar kökur svolítið eins og lakkrísmarsipan. Hljómar…

Ostakaka og hvítt súkkulaði

Jæja. Hvað skal segja? Ostakökur: góðar! Hvitt súkkulaði: gott! Þessu tvennu blandað saman í smáköku: himneskt! Þessar kökur eru svo dúnmjúkar og yndislegar að ég get lofað ykkur því að það er leitin að annarri eins smáköku. Ég mæli með…

Oreo-samlokukökur

Einu sinni var ég geðveikt smeyk við að gera samlokukökur. Hélt það væri svo endalaust mikið mál að ég myndi enda með því að rífa úr mér hárlokkana í miðju eldhúsi sem væri með smjörslettum upp um alla veggi. En…