Það elska allir smákökurnar á Subway sem hafa eitthvað vit í kollinum og ég er að segja ykkur það – þessar smákökur eru alveg jafn yndislegar og Subway-smákökurnar, bara með dass af Oreo í þeim.

Leynihráefnið hér, til að gera kökurnar extra mjúkar og geggjaðar, er vanillubúðingur. Ég nota búðing í mjög margt í bakstri og hann gerir allt einfaldlega miklu betra.

Ég veit að jólin eru búin en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að henda í eina smákökusort á tyllidögum. Þessi er einföld og fær mín allra bestu meðmæli.


Yndislegar Oreo-smákökur
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og þekið ofnplötur með bökunarpappír.
  2. Blandið hveiti og matarsóda vel saman og setjið til hliðar.
  3. Blandið smjöri, púðursykri og sykri saman í annarri skál.
  4. Bætið búðingnum saman við og síðan eggjum og vanilludropum.
  5. Blandið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og blandið síðan Oreo og súkkulaði varlega saman við með sleif eða sleikju.
  6. Búið til litlar kúlur úr deiginu og bakið í 10-12 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir