Nú eru alveg að koma jól og örugglega fleiri sem eru farnir að huga að jólabakstrinum. Ég er varla ein í þeim pælingum!?

Ef þið fílið ekki pekanhnetur, karamellu og súkkulaði þá eruð þið í fyrsta lagi pínu skrýtin og í öðru lagi þá fílið þið ekki þessa uppskrift. Nei, ég segi auðvitað bara svona. Við fílum öll það sem við fílum og sumir geta ómögulega innbyrt þessa guðdómlegu blöndu. Og það er bara allt í lagi.

Það er ekkert leyndarmál að ég elska þessa heilögu þrenningu og því veit ég fátt betra en að fá mér eina svona smáköku – eða tíu.

Þessi uppskrift er úr bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og ég verð að segja að hún er í miklu uppáhaldi í aðdraganda jóla.

Gleðilegan bakstur!

Mynd: Sunna Gautadóttir

 

Smákökupartí í munninum - Súkkulaði, karamella og pekan
Hráefni
Pekanhnetublanda
Smákökur
Leiðbeiningar
Pekanhnetublanda
  1. Setjið öll hráefni í pönnu og hrærið vel. Látið malla yfir meðalháum hita þar til blandan þykknar.
  2. Takið pönnuna af hellunni þegar blandan er orðin svipað þykk og búðingur.
Smákökur
  1. Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Hrærið smjöri, púðursykri og sykri vel saman og bætið því næst vanilludropum og eggjum saman við.
  3. Blandið hveiti, kakói, matarsóda og salti vel saman í annarri skál og bætið því síðan varlega saman við smjörblönduna.
  4. Búið til litlar kúlur úr deiginu og skellið á ofnplöturnar. Athugið að þessar kökur dreifa úr sér.
  5. Bakið kökurnar í 8 mínútur. Takið úr ofninum og setjið um það bil eina matskeið af pekanhnetublöndunni ofan á hverja köku. Setjið aftur í ofninn og bakið í 4 mínútur til viðbótar. Þessar eru ekki af þessum heimi!

Umsagnir

Umsagnir