Ég er ein af þeim sem trúir því að múffa verði að vera svo góð að hún nánast bráðni uppí þér til að réttlæta það að það sé ekkert krem á henni. Því krem er náttúrulega guðs gjöf – það vita allir. Flestar kökur eru bara ekki fullkomnar nema með kremi.

Þess vegna getið þið trúað mér kæru lesendur að þessar múffur eru góðar. Mjög góðar. Eiginlega algjört rugl. Þær þurfa ekki krem. Þær eru fyrir ofan krem hafnar.


Kaffi- og pekanhnetumúffur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 190°C. Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda, kanil, salti, sykri og ljósum púðursykri í skál og setjið til hliðar.
  2. Blandið saman eggi, mjólk, kaffi, vanilludropum og smjöri í annarri skál.
  3. Blandið þurrefnablöndunni varlega saman við og passið að blanda ekki of vel. Blandan á að vera þykk og kekkjótt.
  4. Hrærið því næst hnetum og súkkulaði við með sleif.
  5. Skiptið deiginu á milli möffinsforma. Búið svo til mulninginn.
  6. Blandið sykri, hnetum og súkkulaði saman og drissið yfir kökurnar. Bakið í 20 til 27 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir