Eitt af því sem ég bakaði alltaf fyrir jólin með móður minni þegar ég var yngri voru súkkulaðibitakökur. Einstaklega einfaldar kökur sem standa alltaf fyrir sínu en uppskriftina að þeim má finna hér.

Fyrir þessi jól ákvað ég að poppa súkkulaðibitakökurnar aðeins upp – henda í þeim fullt af súkkulaði, heilar þrjár týpur! Útkoman eru fáránlega góðar súkkulaðibitakökur sem klikka ekki með glasi af ískaldri mjólk eða bolla af ilmandi heitu kaffi.

Ég mæli hiklaust með þessari uppskrift því hún er afar einföld – alveg eins og gömlu, góðu súkkulaðibitakökurnar.


Þrefaldar súkkulaðibitakökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Hrærið saman smjöri, sykri og púðursykri. Bætið eggi og vanilludropum saman við og hrærið vel.
  3. Blandið hveiti, kakó, matarsóda og salti saman í annarri skál og blandið því saman við smjörblönduna til skiptis við mjólkina.
  4. Blandið súkkulaðinu varlega saman við með sleif eða sleikju. Kælið deigið í ísskáp í hálftíma.
  5. Búið til kúlur úr deiginu og raðið á ofnplöturnar. Fletjið kúlurnar aðeins út og stráið smá sjávarsalti yfir þær.
  6. Bakið í 12-13 mínútur og stráið smá meira sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær koma úr ofninum.

Umsagnir

Umsagnir