Pretzel, karamellukurl og hnetusmjör – getur þessi blanda nokkuð klikkað? Ó, nei, hún getur það sko aldeilis ekki!

Það er langt síðan ég hef hlaðið í eitt stykki ljúffenga ljósku en ljóskur eru eiginlega brúnkur (brownies) mínus dökkt súkkulaði.

Þessi ljóska hefur það allt. Hún er mjúk en líka stökk. Hún er sölt en líka sæt. Hún er rosalega góð og ekkert vond!

Það þarf bara nokkur hráefni til að baka þessa einföldu köku og ætti hver sem er að geta vippað þessari upp! Munið bara að fylgja sömu reglu og í brúnkunum – ekki hræra of lengi því þá verður kakan ekki jafn djúsí.


Bilaðslega góð ljóska
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til form sem er ekki stærra en 20 sentímetrar að stærð. Smyrjið það vel eða klæðið með smjörpappír.
  2. Bræðið smjörið í örbylgjuofni. Leyfið smjörinu að hvíla aðeins áður en egginu er bætt við svo það steikist ekki í heitu smjörinu.
  3. Bætið siðan hnetusmjöri, púðursykri og vanilludropum vel saman við.
  4. Bætið hveitinu út í og hrærið þar til allt er blandað saman - ekki lengur en það.
  5. Myljið næstum því allt pretzel en geymið nokkur til að skreyta kökuna. Hrærið því út í deigið, sem og karamellukurlinu, með sleif eða sleikju. Gott er að geyma nokkrar karamellukurlskúlur til að skreyta.
  6. Skreytið kökuna með því sem er eftir að pretzel og kurli og bakið í 22-24 mínútur. Best er að skera kökuna þegar hún er búin að standa í klukkutíma eða tvo.

Umsagnir

Umsagnir