Núna er Snickers-mánuðurinn alveg að verða búinn en það er alveg ljóst að ég verð einhvern tímann aftur að hlaða í Snickers-þema því það er svo margt sem mig langar til að prófa að gera úr þessu lostæti.

Hér kemur uppskrift sem er alveg sjúklega einföld. Einföld en ljúffeng brúnka, eða brownie, með dísætri og dásamlegri karamellusósu sem bráðnar í munni. Þið munið svo hvar uppskriftin er að karamellusósunni – nákvæmlega hér. Ég hef ekkert meira um þessa köku að segja nema: Drífið ykkur að baka hana!


Snickers-súkkulaðikaka með karamellusósu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kassalaga form, 20x20 sentímetra stórt.
  2. Blandið hveiti, kakói, púðursykri og sykri vel saman í skál.
  3. Bætið vanilludropum, olíu og eggjum saman við og hrærið vel.
  4. Bætið því næst salhnetum, sykurpúðum og Snickers saman við með sleif eða sleikju.
  5. Hellið blöndunni í formið og bakið í 20 til 25 mínútur.
  6. Leyfið kökunni að kólna og búið á meðan til karamellusósu. Hellið henni síðan yfir kökuna.

Umsagnir

Umsagnir