Ef að þið eruð eitthvað eins og ég og elskið þegar einfalt og þurrt haframjöl hittir ljúffengt smjör og súkkulaði þá eigið þið eftir að elska þessa bombu! Hún hefur nefnilega þetta allt og ekki skemmir fyrir að hún er stútfull af Mars-i eins og allt í þessum mánuði.

Uppskriftin er auðvitað ofureinföld og þessi kaka hreinlega bráðnar í munninum á manni. Ég verð meira að segja pínu æst bara að skrifa um hana. Eigum við ekki bara að fá uppskriftina áður en ég fríka út á lyklaborðinu og skrifa eitthvað sóðalegt sem ég gæti séð eftir?


Hafrabomba með Mars-i
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 175°C. Setjið bökunarpappír í kassalaga form, 20 x 20 sentímetra, og leyfið honum að koma upp á hliðunum svo auðvelt verði að taka kökuna úr forminu. Smyrjið formið líka.
  2. Setjið Mars og rjóma í pott og bræðið saman yfir lágum hita. Þegar allt er blandað vel saman takið þá pottinn af hellunni og leyfið blöndunni að kólna.
  3. Blandið þurrefnunum saman í skál. Bætið smjörinu við og blandið því saman við þurrefnin með gaffli eða fingrunum þar til blandan líkist grófu mjöli.
  4. Setjið helminginn af smjörblöndunni í botninn á forminu og þrýstið henni vel niður. Bakið í tuttugu mínútur og leyfið botninum að kólna aðeins.
  5. Dreifið súkkulaðinu yfir botninn og hellið síðan Mars-blöndunni yfir það.
  6. Því næst er restin af smjörblöndunni dreift ofan á og herlegheitin bökuð í 20 til 25 mínútur til viðbótar.
  7. Best er að leyfa þessari að kólna aðeins áður en hún er borin fram - að sjálfsögðu með rjóma eða vanilluís.

Umsagnir

Umsagnir