Ég er svolítið mikið að elska þetta eplaþema enda epli afar vinsæl á mínu heimili. Svo passa þau líka svo vel með karamellu – eitthvað sem ég dýrka og dái.

Hér erum við að tala um einstaklega auðvelda epla- og karamellubita sem má bera fram heita með ís eða rjóma en eru líka ofsalega gómsætir ískaldir og beint úr ofninum.

Þessi uppskrift öskrar á veturinn og fátt betra en að tylla sér niður með heitan drykk og þessa bita sér við hlið, umvafinn kertaljósi. Ég mæli með því!


Yndislegir epla- og karamellubitar
Hráefni
Botn og mulningur
Fylling
Leiðbeiningar
Botn og mulningur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til ílangt form, ca 33x18 sentímetra. Klæðið það með smjörpappír
  2. Blandið öllum þurrefnum vel saman í skál og bætið síðan smjöri og vanilludropum saman við.
  3. Takið 1 bolla af blöndunni frá og skellið restinni í formið og þrýstið í botninn.
  4. Bakið í 10 mínútur og kælið lítið eitt.
Fylling
  1. Blandið eplum, sítrónusafa, kanil og maíssterkju vel saman í skál og raðið yfir botninn.
  2. Dreifið karamellusósu yfir eplin.
  3. Dreifið 1 bolla af mulningi yfir karamellusóuna og bakið í 30-35 mínútur.

Umsagnir

Umsagnir