Saltkaramella og brúnka sem er erfitt að standast

Það er svo gaman þegar maður fær innblástur á internetinu til að gera eitthvað í eldhúsinu. Um daginn las ég frétt um að vinsælasta uppskriftin á Pinterest væri saltkaramellubrúnka. Þannig að ég ákvað að hlaða í mína bestu brúnku uppskrift…

Súkkulaðikökur með hnetusmjörskremi

Jibbý! Uppáhaldsmánuðurinn minn er byrjaður – sjálfur desember! Jólamánuðurinn og þá skal sko baka. Það er eiginlega skylda. Ég hef alveg sérlega gaman að því að baka smákökur. Ég hreinlega elska það. Það fylgir því svo mikil stemning og svo…

Langbesta skúffukakan

Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar. Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef…

Óviðjafnanlegar kaffi- og karamellubrúnkur

Mér finnst fátt betra en góð brúnka. Og einn helsti kostur við brúnkur er hvað þær eru ofureinfaldar og hægt að henda í þær með litlum fyrirvara þegar að gesti ber að garði. Ég baka allavega mjög oft brúnkur því…

Söguleg súkkulaðikaka með Tia Maria

Eins og margar ungar og óharðnaðar stúlkur flutti ég til Spánar eitt sumarið til að læra spænsku. Ég flutti til borgarinnar Granada á Suður-Spáni og dvaldi þar í tvo mánuði áður en ég fór í heljarinnar Evrópureisu en þessir tveir…

Gin & Tonic-bollakökur

Nú er áfengismánuðurinn mikli runninn upp. Nú geta gestir heima hjá mér loksins hætt að halda að ég eigi við dagdrykkjuvandamál að stríða með tilheyrandi opnum bjórdósum og hálftómum brennivínsflöskum út um allt. Ég er búin að hafa rosalega gaman…

Tryllt brúnka með sætu poppi og karamellukurli

Ég er rosalega hrifin af brúnkum, eða brownies eins og þær heita á ensku. Maður má alls ekki hræra deigið lengi og ég geri það alltaf í höndunum svo brúnkan verði vel blaut og djúsí í miðjunni. Ég bara stenst…

Bollakökur með karamellubúðing og karamellukremi

Ég elska að koma fólki á óvart og því finnst mér rosalega skemmtilegt að baka bollakökur með einhverju földu í miðjunni. Ég prófaði mig áfram með karamellubúðing sem heppnaðist svona rosalega vel þannig að ég ákvað að hlaða í karamellubollakökur…

Ómótstæðileg karamellukladdkaka

Ég hef áður boðið ykkur upp á mínar útgáfur af sænsku kladdkökunni og þær útgáfur getið þið skoðað hér og hér. Þær kladdkökur eru mjög ljúffengar en þessi kaka slær öll met! Til að gera hana enn klístraðri bætti ég…

Yndislegar Oreo-smákökur

Það elska allir smákökurnar á Subway sem hafa eitthvað vit í kollinum og ég er að segja ykkur það – þessar smákökur eru alveg jafn yndislegar og Subway-smákökurnar, bara með dass af Oreo í þeim. Leynihráefnið hér, til að gera…

Bollakökur með lakkríssmjörkremi

Það eina sem hefur vantað í þema þessa mánaðar er smjörkrem. Dásamlegt, dúnmjúkt og sjúkt smjörkrem. Ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur þetta en ég get borðað heilan dúnk af eintómu smjörkremi. Og ég hef gert það. Eruð…

Ómótstæðileg lakkrís- og súkkulaðikaka

Þá er komið að því. Heill mánuður með lakkrísþema. Ég elska lakkrís meira en lífið sjálft og vildi bara gera gúmmulaði með alvöru lakkrísbragði. Sérstaklega eftir að ég gerði minn eigin lakkrís og hann var svo miklu meira gordjöss en…

Syndsamlega góðar Mars-brúnkur

Brúnkur, eða brownies, eru alveg hrikalega góðar ef maður bakar þær rétt. Kostur við brúnkur er líka að maður þarf ekki að draga fram handþeytara eða hrærivél – maður á alltaf að hræra í þær með handaflinu einu saman. Galdurinn…

Kókkökur með Mars-kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst tilvalin leið að starta Mars-brjálæðinu í september með bollakökum sem innihalda kók! Já, þú last rétt – Coca Cola. Ég veit ekki hvort það er kókið eða bara sjúklegir bökunarhæfileikar mínir en…