Eins og margar ungar og óharðnaðar stúlkur flutti ég til Spánar eitt sumarið til að læra spænsku. Ég flutti til borgarinnar Granada á Suður-Spáni og dvaldi þar í tvo mánuði áður en ég fór í heljarinnar Evrópureisu en þessir tveir mánuðir á Spáni voru algjörlega ómetanlegir.

Ég flutti ein og kynntist á fyrsta degi yndislegri hollenskri stúlku sem ég leigði herbergi með. Nei, ekki íbúð. Herbergi! Með tveimur IKEA-beddum með algjörlega frábærum gormum sem stungust í mjóbakið. En okkur var alveg sama því það var lítið sofið þessa tvo mánuði.

Við fundum fljótt pöbbinn okkar. Hverfispöbbinn. Írska barinn Hannigan’s. Á Hannigan’s vann agnarsmár, spænskur drengur sem hét Juan. Juan var hvers manns hugljúfi og leit út fyrir að vera rétt skriðinn yfir fermingaraldurinn. Juan varð góður vinur okkar og þegar kom að kveðjustund krafðist hann þess að við myndum halda kveðjuhóf á Hannigan’s. Við þáðum það boð auðvitað.

Og nú kem ég að tengingunni við uppskriftina. Juan nefnilega bjó til kokteil mér til heiðurs sem hann kallaði La chica de Islandia, eða Stúlkan frá Íslandi, sem kveðjugjöf. Eftir því sem ég best veit er kokteillinn enn í boði á staðnum. Þessi drykkur samanstóð af Tia Maria og appelsínusafa og var algjör unaður. Þess vegna vissi ég að ég þyrfti að endurskapa hann í köku þegar ég ákvað að þemað yrði áfengi.

Þessi kaka er algjörlega dásamleg og vona ég að hann Juan brosi einhvers staðar í heiminum.


Rosaleg súkkulaðikaka með Tia Maria
Hráefni
Kakan
Súkkulaðibráð
Leiðbeiningar
Kakan
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 2 hringlaga form, ca 18-20 sentímetra stór.
  2. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið rest saman í annarri skál, nema sjóðandi vatni.
  3. Blandið blautefnum vel saman við þurrefni og blandið síðan vatninu saman við.
  4. Deilið deiginu í formin tvö og bakið í 28 mínútur. Leyfið botnunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Kremið
  1. Þeytið smjör og flórsykur vel saman og bætið því næst restinni af hráefnunum saman við.
  2. Smyrjið helming af kreminu á annan botninn, setjið síðan hinn ofan á og setjið restina af kreminu ofan á kökuna. Kremuppskriftin er rífleg en ég mæli með því að þið smyrjið öllu kreminu á kökuna - það er svo gott.
Súkkulaðibráð
  1. Setjið hráefni í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur og hrærið í blöndunni. Endurtakið þar til súkkulaðið er bráðnað.
  2. Hellið bráðinni yfir kökuna og gúffið síðan í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir