Ég er svo fáránlega hrifin af snúðum og ég mér finnst svo ofboðslega gaman að baka þá. Vanalega baka ég heimsins bestu kanilsnúða, en um daginn ákvað ég að prófa eitthvað splunkunýtt – þar sem það gekk svo vel með búðingssnúðana um daginn.

Þessir snúðar eru nefnilega fylltir með rjómaosti og hvítu súkkulaði, og það er reyndar hvítt súkkulaði í deiginu sjálfu. Talandi um double trouble! Ég er svo mikill ostakökuperri að ég hafði himinháar væntingar með þessar snúðadúllur. Og þessir snúðar ollu sko engum vonbrigðum.

Hér er á ferð, í stuttu máli, himnaríki í hverjum bita. Eins konar ostakökubrauð. Bara mýkra og meira jömmí. Og ó, svo fallegt!

Ég get alveg lofað ykkur því að þessir snúðar hverfa á núll einni. Algjörlega fullkomnir um helgar – eða bara hvenær sem er þegar maður þarf smá huggun og góðar stundir í eldhúsinu.

Góðar snúðastundir!


Dásamlegir snúðar með hvítu súkkulaði og rjómaosti
Hráefni
Deig
Fylling
Leiðbeiningar
Deig
  1. Setjið mjólk og smjör í skál og bræðið í örbylgjuofni. Leyfið blöndunni að kólna að stofuhita og blandið síðan þurrgeri, sykri og salti saman við. Leyfið þessu að standa í 5-10 mínútur.
  2. Blandið síðan eggjum og hveiti saman við og hnoðið vel. Bætið síðan söxuðu súkkulaðinu út í með sleif eða sleikju.
  3. Setjið viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund. Fletjið það síðan út og fyllið.
Fylling
  1. Brytjið hvíta súkkulaðið í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel í súkkulaðinu eftir hvert holl.
  2. Blandið rjómaostinum saman við súkkulaðið. Blandið síðan sykri, vanillusykri og kanil vel saman í annarri skál.
  3. Smyrjið rjómaostablöndunni yfir útflatt deigið og drissið síðan sykrinum yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í snúða. Ég fékk um það bil 11 ágætlega stóra snúða úr þessari uppskrift.
  4. Smyrjið ágætlega stórt eldfast mót og raðið snúðunum í það. Setjið viskastykki yfir þá og leyfið þeim að hefast aftur á meðan þið hitið ofninn.
  5. Hitið ofninn í 170°C. Skellið snúðunum inn í ofn og bakið í 25 til 30 mínútur. Reynið að standast þessa!

Umsagnir

Umsagnir