Þessi skúffukaka sló rækilega í gegn í Bökunarmaraþoni Blaka – svo mikið að ég bakaði hana tvisvar.

Það þurfa einfaldlega allir að eiga góða skúffukökuuppskrift og þessi svínvirkar í hvert einasta sinn! Þessi uppskrift passar í litla skúffu en ef þið viljið baka hana í stóra ofnskúffu þá mæli ég með að tvöfalda hana.

Hvernig væri að baka skúffuköku í dag?


Langbesta skúffukakan
Leiðbeiningar
Skúffukaka
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið eina litla ofnskúffu.
  2. Blandið hveiti, sykri og salti vel saman í skál.
  3. Bræðið smjörið í potti og bætið kakói og sjóðandi heitu vatni saman við þegar smjörið er bráðnað.
  4. Blandið súrmjólk, eggjum, matarsóda og vanilludropum saman í lítilli skál.
  5. Blandið súrmjólkurblöndunni saman við hveitiblönduna og síðan vatnsblöndunni. Hrærið allt vel saman.
  6. Hellið blöndunni í skúffuna og bakið í 25-30 mínútur.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og hrærið síðan flórsykrinum saman við.
  2. Blandið karamellusósu, kakó, vanilludropum og salti vel saman við.
  3. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk saman við.
  4. Smyrjið kreminu ofan á kólnaða kökuna og skreytið með Braki.

Umsagnir

Umsagnir