Ég elska að koma fólki á óvart og því finnst mér rosalega skemmtilegt að baka bollakökur með einhverju földu í miðjunni.

Ég prófaði mig áfram með karamellubúðing sem heppnaðist svona rosalega vel þannig að ég ákvað að hlaða í karamellubollakökur fylltar með karamellubúðingi. Ofan á er síðan karamellukrem og punkturinn yfir i-ið er karamellusósan ofan á.

Of mikið af karamellu gætuð þið sagt en eins og ég segi alltaf: Það er aldrei of mikið af karamellu!


Bollakökur með karamellubúðing og karamellukremi
Hráefni
Búðingur
Karamellusósa
Bollakökur
Krem
Leiðbeiningar
Búðingur
  1. Setjið hveiti, salt, sykur og helminginn af mjólkinni í pott og hrærið vel.
  2. Þeytið eggin í lítilli skál með hinum helmingnum af mjólkinni.
  3. Bætið eggjablöndunni út í pottinn og hrærið vel.
  4. Setjið pottinn á hellu yfir lágum til meðal hita og hrærið stanslaust með písk þar til blandan byrjar að þykkna (10-15 mínútur)
  5. Takið af hitanum og blandið vanilludropunum saman við.
  6. Leyfið búðingnum að kólna við stofuhita og skellið honum síðan inn í ísskáp.
Karamellusósa
  1. Hitið sykurinn í pönnu yfir lágum til meðal hita þar til hann byrjar að brúnast. Passið að brenna hann ekki. Hrærið þar til sykurinn er allur bráðinn.
  2. Takið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við.
  3. Setjið pönnuna aftur á lágan hita og haldið áfram að hræra þar til allt er búið að blandast vel saman.
  4. Bætið rjóma, vanilludropum og salti saman við og hrærið vel þar til allt er blandað saman. Þetta gæti tekið tíma.
  5. Leyfið sósunni að malla í 10 mínútur á lágum hita þar til hún er silkimjúlk.
  6. Skellið sósunni í krukku og leyfið henni að kólna.
Bollakökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12-14 möffinsform.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál.
  3. Blandið smjöri og sykri vel saman og bætið síðan eggjunum við, einu í einu.
  4. Blandið sýrðum rjóma og vanilludropum saman í lítilli skál.
  5. Bætið síðan þurrefnum og vanillublöndunni saman við smjörblönduna á víxl þar til allt er blandað saman.
  6. Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í um 18 mínútur.
  7. Leyfið kökunum að kólna og skerið svo litla holu í miðjuna á hverri köku. Fyllið holuna með karamellubúðing.
Krem
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman og skreytið kökurnar.
  2. Hellið karamellusósu yfir kremið og borðið með bestu lyst.

Umsagnir

Umsagnir