Ókei, það er reyndar ekki neitt Twix súkkulaði í þessum bollakökum. En ástæðan fyrir því að ég held því fram að þetta séu Twix bollakökur er einfaldlega út af því að tilfinningin að bíta í þær er eins og að bíta í Twix.

Við erum að tala um dúnmjúka vanillumúffu, fyllta með þykkri karamellusósu og skreytt með súkkulaðikremi og enn þá meiri karamellusósu. Þetta getur bara ekki klikkað!

Þessar Twix bollakökur eru í hópi góðgætis sem ég trúi ekki að ég hafi bakað því það er svo gott. Þetta eru bollakökur sem gætu komið á heimsfrið, myndað ríkisstjórn og læknað sjúkdóma – allt fyrir hádegi!

Þær eru líka súper einfaldar og til að gera þær enn einfaldari getið þið keypt þykka karamellusósu út í búð ef þið treystið ykkur ekki til að búa hana til sjálf. Ef út í það er farið, er auðvitað hægt að kaupa sér kökumix og tilbúið krem útí búð líka. Allt til að gera lífið einfaldara ef bakarofninn hræðir ykkur.

Þetta eru tilvaldar kökur til að njóta á köldum vetrarkvöldum þannig að ekki hika – bakið þær strax í dag!

Twix-um okkur í gang!


Twix bollakökur sem gera mann brjálaðan
Hráefni
Bollakökur
Karamellusósa
Smjörkrem
Leiðbeiningar
Bollakökur
 1. Hitið ofninn í 175°C og takið til möffinsform.
 2. Blandið þurrefnum vel saman í einni skál og blandið síðan mjólk, olíu, vanilludropum og eggjum vel saman í annarri skál.
 3. Blandið blautefnum varlega saman við þurrefnin þar til allt er blandað saman. Blandið því næst vatninu varlega saman við.
 4. Deilið deiginu, sem er í þynnra lagi, í möffinsformin og bakið í 15-17 mínútur. Leyfið að kólna.
Karamellusósa
 1. Setjið sykur í pott og hitið yfir meðalhita. Hrærið stanslaust í sykrinum, en fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu.
 2. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn.
 3. Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust.
 4. Takið pottinn af hellunni og blandið saltinu saman við. Hellið blöndunni í aðra skál og leyfið henni að kólna í 10-15 mínútur.
 5. Skerið litlar holur í hverja bollaköku fyrir sig og fyllið þær með sósunni. Passið að skera ekki alveg niður í botn á kökunum.
Smjörkrem
 1. Þeytið smjörið í 2 til 3 mínútur og bætið síðan flórsykrinum saman við og þeytið vel.
 2. Hitið rjómann í örbylgjuofni, en passið að hann sjóði ekki. Brytjið súkkulaðið í skál og hellið rjómanum ofan á það. Leyfið þessu að standa í eina mínútu og hrærið síðan þar til súkkulaðið er bráðnað.
 3. Blandið súkkulaði, vanilludropum og kakói við smjörblönduna og hrærið vel saman.
 4. Skreytið bollakökurnar með þessu silkimjúka kremi og njótið!

Umsagnir

Umsagnir