Það eina sem hefur vantað í þema þessa mánaðar er smjörkrem. Dásamlegt, dúnmjúkt og sjúkt smjörkrem. Ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur þetta en ég get borðað heilan dúnk af eintómu smjörkremi. Og ég hef gert það. Eruð þið að dæma mig núna?

Lakkríssmjörkrem er ekki af þessum heimi. Bollakökurnar eru líka skítsæmilegar en ég held að þetta smjörkrem gæti gert hvaða köku sem er góða. Trúiði mér ekki? Prófiði bara sjálf!


Bollakökur með lakkríssmjörkremi
Hráefni
Bollakökur
Leiðbeiningar
Bollakökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform, sirka 12 stykki.
  2. Blandið saman hveiti, lyftidufti og matarsóda og setjið til hliðar.
  3. Hrærið smjör og sykur vel saman. Bætið eggjunum, einu í einu, saman við smjörblönduna.
  4. Bætið síðan vanilludropunum saman við smjörblönduna þar til allt er orðið vel blandað saman.
  5. Skiptist á að blanda þurrefnablöndunni og sýrðum rjóma saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  6. Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í um það bil 20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Blandið smjöri og flórsykri mjög vel saman.
  2. Bætið síðan sírópi, vanilludropum og mjólk saman við.
  3. Ef blandan er of þykk er hægt að setja meiri mjólk.
  4. Skreytið bollakökurnar og borðið með bestu lyst.

Umsagnir

Umsagnir