Það kemur kannski ekki á óvart að ég elska súkkulaði – í öllum sínum dásamlegu myndum. Ég hef lengi leikið mér með uppskrift að súkkulaðiköku með ektagóðu súkkulaðikremi og ég held að ég sé búin að mastera þá list. Þessi súkkulaðiterta er allavega svo góð að það er ómögulegt að standast hana.

Þessi uppskrift gæti eiginlega ekki verið einfaldari. Í henni eru hráefni sem flestir ættu að eiga í eldhúsinu og það þarf ekki mikið tilstand til að henda í eina svona súkkulaðisælu á góðum degi.

Súkkulaðikremið er hálfgerður glassúr og það er líka ofureinfalt – bara henda nokkrum hráefnum í pott og sulla þessu saman þar til það er tilbúið og glansandi.

Þó að súkkulaðiterta per se sé ekkert sérstaklega jólaleg þá grípur löngunin að baka eina slíka mig alltaf í aðdraganda jóla. Þó þessi kaka láti lítið fyrir sér fara og sé svona einstaklega einföld þá á hún vel heima á veisluborði. Þá er tilvalið að bera hana fram með þeyttum rjóma eða jafnvel heimagerðum ís.

Smellið hér, hér eða hér til að lesa ofureinfaldar uppskriftir að yndislegum ís sem passar vel með þessari köku.

Jæja, eigum við nokkuð að flækja þetta meira? Vindum okkur bara beint í uppskriftina að súkkulaðikökunni með glansandi fallegu súkkulaðikreminu.

Munið bara að borða þessa með bestu lyst!


Himnesk súkkulaðikaka með súkkulaðikremi
Hráefni
Kakan
Kremið
Leiðbeiningar
Kakan
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til form. Ég kýs að baka mína köku í hringlóttu, 18 sentímetra stóru formi. Ykkur er frjálst að baka hana í stærra formi eða formi sem er öðruvísi í laginu. Munið bara að bökunartíminn styttist ef þið setjið hana í stærra form.
  2. Blandið öllum þurrefnum vel saman í skál.
  3. Bætið því næst eggjum saman við, svo mjólk, olíu og vanilludropum. Hrærið vel saman.
  4. Síðast en ekki síst er vatninu bætt saman við. Blandan verður mjög þunn og það er sko allt í lagi.
  5. Skellið blöndunni í formið og bakið í 40-50 mínútur. Leyfið kökunni að kólna áður en kremið er sett á.
Kremið
  1. Setjið mjólk, smjör og sykur í lítinn pott yfir meðalhita og látið suðu koma upp. Leyfið blöndunni að sjóða í 30 sekúndur.
  2. Takið pottinn af hellunni og bætið súkkulaðinu út í og hrærið þar til allt er bráðnað. Bætið síðan vanilludropunum saman við og hrærið.
  3. Hellið kreminu strax yfir kökuna því það er ansi fljótt að storkna. Berið svo fram með bros á vör!

Umsagnir

Umsagnir