Nú er áfengismánuðurinn mikli runninn upp. Nú geta gestir heima hjá mér loksins hætt að halda að ég eigi við dagdrykkjuvandamál að stríða með tilheyrandi opnum bjórdósum og hálftómum brennivínsflöskum út um allt.

Ég er búin að hafa rosalega gaman af því að spreyta mig á áfengisbakstri og hafa kökurnar í raun komið mér mjög mikið á óvart. Ég hélt að ég myndi klúðra milljón sinnum og að þetta yrði nokkurs konar alkóhólsullandi lestarslys en það varð sko aldeilis ekki raunin. Þetta verður awesome mánuður! Í alvöru!

Ég ætla að byrja mánuðinn á bollakökum sem voru innblásnar af mínum uppáhalds áfenga drykk – nefnilega Gin & Tonic. Ég hreinlega elska Gin & Tonic, sérstaklega á sumrin þegar sólin skín og lífið er einhvern veginn miklu auðveldara.

Uppskriftin er einföld þannig að skál í boðinu í trylltum bollakökum!


Gin & Tonic-bollakökur
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til 20-24 bollakökuform.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og berki saman í lítilli skál.
  3. Hrærið smjör og sykur vel saman í annarri skál og bætið síðan eggjunum saman við, einu í einu.
  4. Blandið læmsafanum og gininu saman við smjörblönduna og hrærið vel saman.
  5. Skiptist síðan á að blanda þurrefnunum og Tonic saman við smjörblönduna þar til allt hefur blandast vel saman.
  6. Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna og skellið síðan á þær kremi.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og bætið síðan flórsykrinum saman við.
  2. Blandið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel í 2-3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
  3. Skellið kreminu á kökurnar og ef þið viljið getið þið skreytt þær með smá meiri læmberki.

Umsagnir

Umsagnir