Smákökur gerast ekki mikið einfaldari

Ég hef nú áður gasprað um það að mér finnst ofboðslega gaman að baka smákökur. Í öllum stærðum og gerðum. Með alls kyns gúmmulaði eða algjörlega berstrípaðar. Með kremi eða ekki. Þessar smákökur sem ég deili með ykkur í dag…

Óviðjafnanleg karamellukaka

Þessi kaka vakti mikla lukku í Bökunarmaraþoni Blaka og ég náði varla að koma henni á borðið áður en hún var kláruð upp til agna! Það eru margir búnir að spyrja mig út í þessa uppskrift en í hana nota…

Bjórbrúnka með bjórglassúr

Stundum skapar maður eitthvað í eldhúsinu sem er svo gott að maður trúir því ekki að nokkur maður geti staðist það. Þessi brúnka er gott dæmi um slíkt sköpunarverk. Þessi uppskrift er svo einföld að api gæti farið eftir henni…

Bollakökur með fullt af poppi og karamellu

Það virðist bara allt fara vel með poppi en fátt fer þó betur við það en yndisleg karamellusósa. Ég mæli með þessum bollakökum ef þú elskar popp og karamellu því þetta tvennt er einfaldlega ómótstæðilegt. Eða, það er allavega mín…

Vanillukaka með karamellukremi og súkkulaðipoppi

Það kemur tími í lífi hvers blakara að hann býr eitthvað til með sínum tveimur mennsku höndum sem er svo gott að hann trúir því varla að þetta himneska lostæti sé í raun hans sköpunarverk. Það á við um þessa…

Magnaðar múffur með Freyju-karamellum og eplum

Ég elska Freyju-karamellur. Og ég elska epli. Því ákvað ég að sameina þessar tvær ástir mínar í einni svakalegustu múffu sem ég hef á ævi minni bakað! Þessi uppskrift er svo skotheld að það hálfa væri nóg og þetta lostæti…

Ekta Oreo-afmæliskaka

Stundum er einfaldleikinn einfaldlega bestur og það á svo sannarlega við í þessari uppskrift. Kökurnar gerast ekki mikið einfaldari en þessi en það er hins vegar enginn afsláttur gefinn af bragðinu sem er algjörlega stórkostlegt. Og þetta er ekta afmæliskaka…

Geggjaðir banana- og lakkrískleinuhringir

Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa prófað að blanda saman lakkrís og banönum en útkoman var hreint út sagt æðisleg. Þið sjáið bara á myndunum hvað þetta er djúsí blanda! Ég mæli með því að þeir sem…

Sturlaðir kleinuhringir

Það virðast allir keppast um að borða kleinuhringi þessa dagana en nú vil ég segja við ykkur: Haldið ykkur heima inni í hlýjunni, byrgið ykkur upp af Mars-i og bakið þessa hringi. Þeir eru svakalegir! Þessir eru ofboðslega bragðmiklir og…

Jarðarberja- og ostakökubollakökur

Jebb, þessar eru alveg jafn góðar og nafnið gefur til kynna. Jafnvel betri ef eitthvað er! Ég biðst afsökunar á arfaslökum myndum en græðgin bara bar mig ofurliði. Svo bakaði ég þessar líka fyrir skírn dóttur minnar og hafði nóg…

Bláberja- og súkkulaðidúllur

Ég elska þegar uppskriftir og kruðerí koma mér á óvart. Eitthvað sem ég hélt að yrði afleitt verður bara algjör draumur. Þessar smákökur eru gott dæmi um það og þess vegna kalla ég þær dúllur. Því þær eru svo sætar…

Jarðarberjakleinuhringir

Fyrir sirka þremur árum fór ég inn á eBay og datt einhverra hluta vegna niður á bökunarform fyrir kleinuhringi. Þá hafði ég aldrei heyrt um að kleinuhringir væru bakaðir í ofni – hélt að þeir væru bara steiktir upp úr…

Lagleg ljóska

Jæja, þá er kominn júlí og þema mánaðarins er hvítt súkkulaði. Ég elska, elska, elska hvítt súkkulaði og hreinlega skil ekki fólk sem býður við því. Það fólk má hella yfir sig bensíni og kveikja sér í sígarettu. En alveg…