Það virðast allir keppast um að borða kleinuhringi þessa dagana en nú vil ég segja við ykkur: Haldið ykkur heima inni í hlýjunni, byrgið ykkur upp af Mars-i og bakið þessa hringi. Þeir eru svakalegir!

Þessir eru ofboðslega bragðmiklir og í sjálfsblekkingu minni skar ég hvern kleinuhring í tvennt því ég hugsaði: Það er ekki séns að ég geti hesthúsað heilum svona með öllu þessu Mars-i í! Einmitt! Segjum bara sem svo að ég náði að gúffa í mig tveimur, heilum kleinuhringjum áður en ég rankaði við mér – viðbjóðslega gráðug og öll útötuð í súkkulaði. Svona rúlla ég bara…

 

Sturlaðir kleinuhringir
Hráefni
Kleinuhringir
Glassúr
Leiðbeiningar
Kleinuhringir
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaform vel.
  2. Blandið þurrefnum saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið eggi, vanilludropum, olíu og sýrðum rjóma saman í annarri skál.
  4. Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið.
  5. Blandið þurrefnum, eggjablöndunni og Mars-blöndunni vel saman og sprautið deiginu í kleinuhringjaformið.
  6. Bakið í 12 til 15 mínútur og leyfið hringjunum að kólna áður en þið setjið glassúrinn á.
Glassúr
  1. Hitið mjólkina og hellið yfir Mars-ið sem þið eruð búin að brytja niður. Leyfið blöndunni að bíða í 1 til 2 mínútur og hrærið svo þar til allt er vel blandað saman og bráðið.
  2. Blandið Mars-blöndunni saman við restina af hráefnunum og skreytið kleinuhringina. Ég skar svo að sjálfsögðu smá meira Mars niður og skreytti með því.

Umsagnir

Umsagnir