Gleðilegan frídag verslunarmanna! Í tilefni dagsins ákvað ég að birta eina æðislega uppskrift úr bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll.

Þessi kaka er eiginlega algjörlega sturluð. Þetta er í raun brómberjabrúnkuostakaka, en mér fannst það aðeins of langur titill á svona litla og fallega köku. En hún er æði! Virkilega bragðgóð en þarf smá nostur. Hver elskar ekki smá nostur?

Það var hin dásamlega Sunna Gautadóttir sem myndaði þessa dásemd, eins og annað lostæti í bókinni minni.

Njótið dagsins – og njótið brómberjabrúnkuostakökunnar!


Brómber, brúnka og ostakaka
Hráefni
Brómberjamauk
Brúnka
Ostakaka
Leiðbeiningar
Brómberjamauk
 1. Setjið öll hráefnin í lítinn pott og hitið yfir meðalhita í 8-10 mínútur. Notið písk eða sleif til að þrýsta á berin þannig að þau springi.
 2. Eftir 8-10 mínútur takið þið pottinn af hellunni og rennið blöndunni í gegnum gatasigti með skál undir til að losna við alla stóru bitana. Við viljum bara vökva hér. Látið blönduna kólna þar til hún er við stofuhita.
Brúnka
 1. Hitið ofninn í 160°C og takið til kassalaga form sem er 20x20 sentímetra stórt. Klæðið formið með smjörpappír og leyfið honum að ná upp á köntunum svo auðvelt sér að fjarlægja kökuna úr forminu.
 2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna lítið eitt. Hrærið síðan sykri, eggjum, vanilludropum og salti saman við.
 3. Blandið kakói og hveiti varlega saman við með sleif eða sleikju þar til allt er blandað saman.
 4. Hellið deiginu í formið og dreifið því jafnt um formið.
Ostakaka
 1. Blandið öllum hráefnum vel saman með hrærivél eða handþeytara í 2-3 mínútur á hæðsta styrk.
 2. Hellið ostakökublöndunni yfir brúnkudeigið og dreifið því vel út í alla kanta.
 3. Drissið brómberjavökvanum yfir ostakökublönduna og þeytið honum um með hníf eða tannstöngli. Passið að dreifa vökvanum bara í ostakökublöndunni en ekki alla leiðina niður í brúnkuna.
 4. Bakið herlegheitin í 1 klukkustund eða þar til ostakakan er orðin gyllt að lit.
 5. Kælið í ísskáp í að minnsta kosti 2 klukkustundir, en best er að geyma þessa í ísskáp yfir nótt. Þessi geymist svo í um 5 daga í ísskáp en auðvitað er lítið mál að frysta hana. Ef þið klárið hana ekki!

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Kökur.