Ég sé svo sannarlega ekki eftir því að hafa prófað að blanda saman lakkrís og banönum en útkoman var hreint út sagt æðisleg. Þið sjáið bara á myndunum hvað þetta er djúsí blanda!

Ég mæli með því að þeir sem eru ekki búnir að redda sér kleinuhringjaformum geri það strax í dag því þessir kleinuhringir eru alveg tilvaldir í brönsinn um helgar – eða bara hvenær sem er!

Hér spila lakkrísmöndlurnar frá Johan Bülow stórt hlutverk en ég er orðin svo ástfangin af þeim að ég gæti borðað þær í hvert mál, á hverjum degi, alla daga ársins. Já, svo góðar eru þær!

Uppskriftin er leikandi létt og einföld og nú er ekkert annað eftir að gera en að bara draga fram bökunaráhöldin og byrja að baka!


Geggjaðir banana- og lakkrískleinuhringir
Leiðbeiningar
Kleinuhringir
  1. Hitið ofninn í 220°C og smyrjið kleinuhringjaformin vel.
  2. Blandið þurrefnum saman (ekki möndlum) í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið eggi, olíu, mjólk og vanilludropum saman í annarri skál.
  4. Hrærið þurrefnum saman við eggjablönduna þar til allt er orðið vel blandað saman.
  5. Hrærið banönum og möndlum varlega saman við.
  6. Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 7 til 9 mínútur. Leyfið hringjunum að kólna aðeins áður en þið takið þá úr forminu og leyfið þeim að kólna alveg áður en glassúrinn er settur á.
Glassúr
  1. Blandið öllu vel saman nema möndlunum og hellið ofan á kleinuhringjana. Skreytið þá síðan með möndlunum.

Umsagnir

Umsagnir