Fyrir sirka þremur árum fór ég inn á eBay og datt einhverra hluta vegna niður á bökunarform fyrir kleinuhringi. Þá hafði ég aldrei heyrt um að kleinuhringir væru bakaðir í ofni – hélt að þeir væru bara steiktir upp úr feiti. Formið forláta kostaði nánast ekki neitt þannig að ég keypti það og byrjaði að prófa mig áfram með bakaða kleinuhringi. Og viti menn – það er bara ekkert mál að baka kleinuhringi! Nánast eins og að baka bollakökur.

Þannig að ég kynni með stolti fyrstu kleinuhringjauppskriftina á Blaka. Þessi uppskrift getur ekki klikkað en munið bara að smyrja kleinuhringjamótin vel svo hringirnir festist ekki við þau. Og leyfið þeim líka að jafna sig í 15 til 20 mínútur þegar þeir koma úr ofninum svo þeir liðist ekki í sundur.

Og fyrir þá sem eiga ekki kleinuhringjamót mæli ég með eBay. Sé reyndar að mótin eru til í Byggt & búið fyrir þá sem nenna ekki að bíða og eru til í að borga smá pening fyrir þau.


Jarðarberjakleinuhringir
Hráefni
Kleinuhringir
Glassúr
Leiðbeiningar
Kleinuhringir
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjamótin vel.
  2. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti vel saman í skál og setjið til hliðar.
  3. Blandið smjöri og sykri vel saman. Bætið egginu við og hrærið vel. Því næst er vanilludropunum blandað saman við.
  4. Skiptist á að blanda þurrefnum og mjólk saman við smjörblönduna þar til allt er vel blandað saman.
  5. Saxið jarðarberin smátt og blandið þeim varlega saman við.
  6. Setjið deigið í mótin. Mér finnst best að setja deigið í lítinn plastpoka, klippa einn endann af og sprauta deiginu í formin til að það sullist ekki allt út um allt. Bakið í 10 til 12 mínútur.
Glassúr
  1. Hitið rjóma og síróp yfir meðalháum hita þar til blandan fer að sjóða. Leyfið henni að sjóða í 2 mínútur og takið þá af hellunni.
  2. Setjið súkkulaðið ofan í og leyfið þessu að standa í 5 mínútur.
  3. Þeytið allt vel saman og skreytið kleinuhringina.

Umsagnir

Umsagnir