Það virðist bara allt fara vel með poppi en fátt fer þó betur við það en yndisleg karamellusósa.

Ég mæli með þessum bollakökum ef þú elskar popp og karamellu því þetta tvennt er einfaldlega ómótstæðilegt. Eða, það er allavega mín skoðun.


Bollakökur með fullt af poppi og karamellu
Hráefni
Smjörkrem
Leiðbeiningar
Bollakökur
  1. Hitið ofninn í 160°C og takið til 10-14 möffinsform.
  2. Byrjið á því að blanda þurrefnunum saman og bætið síðan smjörinu út í. Blandan ætti að líkjast sandi.
  3. Blandið eggjum, mjólk og vanilludropum saman í skál og bætið þessu síðan varlega saman við smjörblönduna á meðan þið hrærið.
  4. Poppið. Bræðið karamellur og rjóma saman í örbylgjuofni, en bara í 30 sekúndur í einu. Hellið nokkrum teskeiðum af karamellunni saman við poppið og blandið vel saman. Geymið restina af karamellusósunni fyrir kremið.
  5. Blandið 3/4 af poppinu varlega saman við kökudeigið með sleif eða sleikju en restina af poppinu notið þið til að skreyta bollakökurnar.
  6. Bakið í um það bil 20 mínútur og leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Smjörkrem
  1. Þeytið smjörið þar til það er létt og ljóst og blandið síðan restinni af hráefnunum saman við.
  2. Skreytið kökurnar með kreminu og setjið nokkur karamellupopp á toppinn.

Umsagnir

Umsagnir