Jebb, þessar eru alveg jafn góðar og nafnið gefur til kynna. Jafnvel betri ef eitthvað er!

Ég biðst afsökunar á arfaslökum myndum en græðgin bara bar mig ofurliði. Svo bakaði ég þessar líka fyrir skírn dóttur minnar og hafði nóg annað um að hugsa en að taka fallegar myndir. Nei, ókei – þetta skrifast bara á græðgina!

En þar sem ég er með ostakökublæti á hæsta stigi og fer ekki leynt með það þá eru þessar bollakökur eins og eiturlyf fyrir mig. Það eru næstum því tveir mánuðir síðan ég bakaði þær síðast en samt dreymir mig þær nánast daglega. Mjög eðlilegt…


Jarðarberja- og ostakökubollakökur
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
 1. Hitið ofninn í 190°C og finnið til múffuform.
 2. Setjið 4 jarðarber í matvinnsluvél og tætið þau þar til þið fáið mauk með stórum bitum í (um það bil 1/3 bolli). Setjið þetta til hliðar.
 3. Setjið 8 jarðarber í matvinnsluvél og tætið þau þar til þið fáið mauk með engum stórum bitum í (um það bil 1/2 bolli + 2 matskeiðar). Setjið þetta til hliðar.
 4. Bræðið smjör í örbylgjuofni og blandið sykri saman við.
 5. Blandið eggi, sýrðum rjóma, mjólk, vanilludropum og 1/2 bolla af jarðarberjamauki með engum stórum bitum í saman við smjörblönduna.
 6. Blandið hveiti, matarsóda, lyftidufti og salti saman í annarri skál.
 7. Blandið eggjablöndunni varlega saman við þurrefnablönduna. Blandið því næst jarðarberjamaukinu með stóru bitunum í og sítrónuberkinum varlega saman við.
 8. Deilið deiginu á milli 12 múffuforma og bakið í um 20 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en fyllingin er sett í.
Fylling og krem
 1. Blandið smjöri og flórsykri vel saman.
 2. Blandið síðan vanilludropum saman við og rjómaosti.
 3. Búið til fyllingu með því að blanda saman 2 matskeiðum af kremi og 2 matskeiðum af jarðarberjamauki sem varð afgangs þegar bollakökurnar voru búnar til.
 4. Skerið holu í miðjuna á hverri bollaköku og setjið fyllingu ofan í holuna. Lokið henni með því sem þið skáruð úr.
 5. Skreytið kökurnar síðan með kreminu og njótið!

Umsagnir

Umsagnir