Það kemur tími í lífi hvers blakara að hann býr eitthvað til með sínum tveimur mennsku höndum sem er svo gott að hann trúir því varla að þetta himneska lostæti sé í raun hans sköpunarverk. Það á við um þessa köku.

Það er alveg ótrúlegt hvað popp getur bætt miklu við í bakstri og þess vegna er ég svo endalaust ánægð að hafa hent mér í þetta þema – þó það hafi stundum orðið til þess að ég hafi klúðrað í eldhúsinu á epískan hátt.

En þessi kaka er ekkert klúður. Hún er algjörlega dásamleg. Fullkomlega ómótstæðileg. Dúndur! Og enn fremur eitt það fallegasta sem ég hef búið til í eldhúsinu.


Vanillukaka með karamellukremi og súkkulaðipoppi
Leiðbeiningar
Kökubotnar
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til tvö 18-20 sentímetra, hringlaga form. Klæðið þau með smjörpappír.
  2. Blandið öllum þurrefnum vel saman í skál þar til þau líkjast sandi. Blandið síðan smjörinu saman við.
  3. Bætið eggjahvítunum saman við á meðan hrærivélin er í gangi og síðan heila egginu.
  4. Loks er mjólk og vanilludropum blandað vel saman við, deiginu skipt á milli formanna tveggja og botnarnir bakaðir í 27-35 mínútur.
  5. Leyfið kökunum svo alveg að kólna áður en þið smyrjið á þær kremi.
Krem
  1. Blandið öllum hráefnum vel saman.
  2. Smyrjið dágóðri slummu af kremi á annan botninn og setjið síðan hinn botninn ofan á. Þekið kökuna með kreminu og skreytið að vild.
Popp
  1. Bræðið súkkulaðið og blandið því vel saman við poppið. Skreytið kökuna með þessari gersemi.

Umsagnir

Umsagnir