Ég elska Freyju-karamellur. Og ég elska epli. Því ákvað ég að sameina þessar tvær ástir mínar í einni svakalegustu múffu sem ég hef á ævi minni bakað!

Þessi uppskrift er svo skotheld að það hálfa væri nóg og þetta lostæti hefur það allt. Dúnmjúka rjómakaramelluna, ljúffeng eplin og stökkan mulning á toppinum sem er himnaríki líkastur.

Þessar múffur verðið þið að baka og smakka til að trúa því að ein múffa getur virkilega bjargað deginum þínum.


Rosalegar múffur með Freyju-karamellum og eplum
Hráefni
Mulningur
Múffur
Leiðbeiningar
Mulningur
  1. Blandið púðursykri, hveiti, haframjöli, kanil og salti saman í skál.
  2. Bætið smjörinu saman við og blandið þar til þetta líkist mulningi. Setjið til hliðar á meðan þið búið til múffurnar.
Múffur
  1. Hitið ofninn í 185°C og takið til 12 möffinsform.
  2. Blandið hveiti, sykri, lyftidufti, kanil og salti saman í skál.
  3. Blandið eggi, mjólk, smjöri og vanilludropum saman í annarri skál.
  4. Bætið eggjablöndunni við þurrefnin og blandið saman bara rétt svo þar til allt er blandað saman - ekki hræra of lengi.
  5. Blandið eplabitum og karamellum saman við með sleif eða sleikju.
  6. Deilið deiginu á milli möffinsformanna og stráið síðan mulningi yfir. Bakið í 20-22 mínútur og leyfið múffunum aðeins að kólna áður en þið gúffið í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir