Magnaðar múffur með Freyju-karamellum og eplum

Ég elska Freyju-karamellur. Og ég elska epli. Því ákvað ég að sameina þessar tvær ástir mínar í einni svakalegustu múffu sem ég hef á ævi minni bakað! Þessi uppskrift er svo skotheld að það hálfa væri nóg og þetta lostæti…

Mottumars-bollakökur með saltkringlum og bjórkremi

Fyrst að ég get ekki safnað yfirvararskeggi ákvað ég að taka samt þátt í Mottumars með því að búa til sérstakar Mottumars-bollakökur. Og þar sem slagorð mánaðarins er: Ert þú að farast úr karlmennsku? lagði ég höfuðið í bleyti hvaða…

Bollakökur í brauðformi

Af öllu sem ég bakaði fyrir sex ára afmæli dótturinnar voru þessar kökur þær sem slógu einna mest í gegn. Þetta er nefnilega ekki ís – þetta eru bollakökur bakaðar í brauðformi. Þvílík snilld! Það er auðvitað hægt að baka…

Klikkaðir kökuhamborgarar

Þá er stóri barnaafmælismánuðurinn runninn upp og ég get sagt ykkur það að ég hafi aldrei skemmt mér betur við að finna upp nýjar og spennandi veitingar í barnaafmæli. Ég held barasta að ég verði að hafa svona mánuð einhvern…

Ómótstæðilegar Oreo-bollakökur

Þetta nýja Golden Oreo er búið að gera mér það svo erfitt að losna við meðgöngukílóin að það er ekki nálægt því að vera fyndið. Það er sem sagt gott. Mjög gott þetta nýja Oreo. Og það er hættulegt að…

Trylltar bollakökur með fullt af piparkökum

Ég eeeelska að baka bollakökur. Það er svo endalaust gaman að leika sér með mismunandi bragð, krem, fyllingu og skraut. Ég get alveg gleymt mér með kökusprautuna á lofti öll útötuð í ætu glimmeri en það er alveg þess virði….

Bollakökur með lakkríssmjörkremi

Það eina sem hefur vantað í þema þessa mánaðar er smjörkrem. Dásamlegt, dúnmjúkt og sjúkt smjörkrem. Ég veit ekki hvort ég hef sagt ykkur þetta en ég get borðað heilan dúnk af eintómu smjörkremi. Og ég hef gert það. Eruð…

Kókkökur með Mars-kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst tilvalin leið að starta Mars-brjálæðinu í september með bollakökum sem innihalda kók! Já, þú last rétt – Coca Cola. Ég veit ekki hvort það er kókið eða bara sjúklegir bökunarhæfileikar mínir en…

Jarðarberja- og ostakökubollakökur

Jebb, þessar eru alveg jafn góðar og nafnið gefur til kynna. Jafnvel betri ef eitthvað er! Ég biðst afsökunar á arfaslökum myndum en græðgin bara bar mig ofurliði. Svo bakaði ég þessar líka fyrir skírn dóttur minnar og hafði nóg…

Súperauðveldar bláberjamúffur

Það er  varla hægt að bjóða uppá berjamánuð hér á Blaka án þess að baka úr bláberjum – eftirlæti Íslendinga. Nú flykkist þjóðin í berjamó og það þarf náttúrulega að gera eitthvað við öll þessi ber. Og þegar búið er…

Trylltar hinsegin bollakökur

Í dag verður Gleðigangan gengin sem er viss hápunktur á Hinsegin dögum sem hafa verið síðustu vikuna. Ég hef alltaf farið með dóttur mína sem er fimm ára í Gleðigönguna. Mig langar nefnilega að ala upp einstakling sem tekur fólki…

Rabarbaramúffur

Ég er nýflutt. Í Kópavoginn. Stað sem ég hélt að ég myndi aldrei búa á. En nú á ég pall og hund og risastóran garð þar sem rabarbari vex eins og honum sé borgað fyrir það. Ég hef aldrei prófað…

Bestu bollakökur í heimi

Já, ég veit að þessi fullyrðing hljómar frekar brött. Bestu bollakökur í heimi – getur það verið? Jú, ég hef borðað minn skammt, og annarra manna skammta, af bollakökum í gegnum tíðina og ég get fullyrt að þessar bollakökur eru…

Æðisgengnar múffur með glassúr

Mjög oft grípur þörfin að baka mig þegar ég á síst von á og með aðeins grunnhráefni í skápunum, eins og egg, hveiti og sykur, leita ég að einhverju sniðugu til að krydda kökurnar með. Þessi þörf greip mig um…

Hunangskökur með óvæntum glaðningi

Þeir sem þekkja mig og minn bakstur vita að ég veit fátt skemmtilegra en að baka eitthvað sem leynir á sér. Mér áskotnaðist hunang og þar sem ég er minnsta tedrykkjukona í heimi ákvað ég að finna út hvað ég…

Oreo-bollakökur

Ég eignaðist litla, undurfagra, fullkomna dóttur fyrir akkúrat átta dögum og um helgina var ákveðið að skíra þetta furðuverk hérna heima í stofu. Þó ég hafi oft verið hressari þá gat ég alls ekki leyft öðrum að sjá um veitingarnar….