Ég hef lengi, lengi, lengi verið mikill aðdáandi White Russian, sérstaklega út af myndinni The Big Lebowski sem ég dýrka út af lífinu.
Ég á svo ótalmargar góðar minningar sem tengdar eru þessum kokteil að ég bara varð að breyta honum í bollakökur. Útkoman er algjörlega tryllt. Uppskrifitn er einföld en bragðið er ólýsanlega gott. Þið bara verðið að prófa að baka þetta sjálf!
Vígalegar White Russian-bollakökur
|
|
Hráefni
Múffur
- 1 Nesbú-egg
- 120ml rjómi
- 50ml Bailey's
- 100g sykur
- 1/2tsk vanilludropar
- 120g Kornax-hveiti
- 1tsk lyftiduft
- smá salt
Krem
- 135g mjúkt smjör
- 270g flórsykur
- 2msk Bailey's
- 1/2msk Smirnoff vodka
Fylling
- 50g dökkt súkkulaði
- 50ml rjómi
- 2tsk Smirnoff vodka
Leiðbeiningar
Múffur
- Hitið ofninn í 180°C og takið til 8-10 möffinsform.
- Stífþeytið rjómann og blandið vanilludropum og Bailey's saman við.
- Þeytið egg í lítilli skál og bætið því saman við rjómablönduna.
- Blandið sykrinum varlega saman við og hrærið síðan þurrefnum saman við.
- Deilið á milli möffinsforma og bakið í 18-20 mínútur. Leyfið kökunum að kólna og skerið síðan litlar holur í miðjuna fyrir fyllinguna. Passið að holurnar nái ekki alveg í gegnum kökurnar.
Fylling
- Setjið súkkulaði og rjóma í skál og hitið í örbylgjuofni í 30 sekúndur. Hrærið í blöndunni og endurtakið þar til súkkulaðið er bráðnað.
- Blandið vodka vel saman við og deilið fyllingunni í holurnar í múffunum.
Krem
- Þeytið smjörið í 4-5 mínútur og blandið síðan restinni af hráefnunum saman við.
- Skreytið kökurnar með kreminu og drissið jafnvel smá rifnu súkkulaði yfir herlegheitin.