Þetta nýja Golden Oreo er búið að gera mér það svo erfitt að losna við meðgöngukílóin að það er ekki nálægt því að vera fyndið. Það er sem sagt gott. Mjög gott þetta nýja Oreo. Og það er hættulegt að eiga það upp í skáp.
Því ákvað ég að dúndra því í þessari æðislegu bollakökur sem innihalda sko fullt af þessu klikkaða kexi. Og svo er vanillubúðingsduft í kökunum sem gerir þær dúnmjúkar og extra djúsí. Þið bara verðið að prófa þessar! Það er meira að segja Oreo í kreminu!
Ómótstæðilegar Oreo-bollakökur
|
|
Hráefni
Kökur
- 27 Golden Oreo-kex
- 1 1/2bolli Kornax-hveiti
- 1pakki Royal-vanillubúðingur
- 1bolli sykur
- 1 1/2tsk lyftiduft
- 1/2tsk salt
- 115g mjúkt smjör
- 1/2bolli sýrður rjómi
- 3 Nesbú-egg
- 1 1/2 tsk vanilludropar
Krem
- 100g mjúkt smjör
- 5-6bollar flórsykur
- 1tsk vanilludropar
- 2-3msk mjólk
- krem af 9 Golden Oreo-kexkökum
Leiðbeiningar
Kökur
- Hitið ofninn í 180°C og takið til 18 möffinsform. Setjið 1 Golden Oreo-kex í botninn á hverju þeirra.
- Blandið þurrefnunum vel saman í skál og setjið til hliðar.
- Blandið smjöri, sýrðum rjóma, eggjum og vanilludropum vel saman í annarri skál.
- Blandið þurrefnunum saman við smjörblönduna og hrærið allt vel saman.
- Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 18 til 22 mínútur. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en kremið er sett á.
Krem
- Takið til þessar 9 Golden Oreo-kökur sem eftir eru og takið kremið af þeim.
- Setjið kremið í skál og bræðið það í örbylgjuofni í 30-45 sekúndur.
- Blandið kreminu vel saman við smjörið og flórsykurinn. Bætið síðan vanilludropum og mjólk saman við.
- Skreytið kökurnar með kreminu og notið kremlausu kökurnar sem skreytingu ofan á.