Af öllu sem ég bakaði fyrir sex ára afmæli dótturinnar voru þessar kökur þær sem slógu einna mest í gegn. Þetta er nefnilega ekki ís – þetta eru bollakökur bakaðar í brauðformi. Þvílík snilld!

Það er auðvitað hægt að baka hvaða köku sem er í brauðformunum en ég ákvað að nota mína eftirlætisuppskrift að bananakökum með hlynsírópskremi. Þær klikka aldrei! Svo er náttúrulega hægt að skreyta þessar kökur eins og enginn sé morgundagurinn en mér fannst svo skemmtilegt að hafa þær bara svona ljósar svo þær litu út eins og ís.

Brauðformin hef ég bæði séð í Hagkaupum og Kosti en það eru til alveg tryllt litrík brauðform í þeirri síðarnefndu – meira um það síðar.

Gerið barnaafmælið ógleymanlegt með þessum yndiskökum!


Bollakökur í brauðformi
Leiðbeiningar
Bollakökur
  1. Hitið ofninn í 180 °C. Hrærið saman smjör og sykur í 4-5 mín.
  2. Bætið eggjum út í, fyrst öðru og svo hinu, og hrærið vel saman. Sigtið hveiti og matarsóda saman og bætið út í deigið.
  3. Blandið vanilludropum, múskati, banönum og sýrðum rjóma út í og hrærið vel saman.
  4. Raðið brauðformunum á ofnplötu og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 20-25 mín. Kælið kökurnar aðeins.
Krem
  1. Hrærið allt saman sem fer í kremið. Setjið kremið í sprautu og sprautið ofan á kökurnar þannig að þær líkist ís.

Umsagnir

Umsagnir