Ég hef staðið í þeirri trú að það sé ekki hægt að búa til ostaköku nema með fullt, fullt af rjómaosti og fullt, fullt af flórsykri. Eða, sem sagt ekki ostaköku sem er góð allavega.

En mér finnst gaman að stíga aðeins út fyrir þægindarammann í eldhúsinu og ákvað að leika mér með ostaköku með aðeins minna sykurmagni en vanalega og henda grískri jógúrt inn í mixið eftir að frænka mannsins míns bauð upp á sérdeilis gómsæta ostaköku um daginn með grískri jógúrt.

Útkoman kom mér skemmtilega á óvart. Þessar litlu dúllur eru ekki aðeins veisla fyrir munninn heldur líka mjög ferskar og hressandi.


Litlar brómberjaostakökur með grískri jógúrt
Hráefni
Botn
Ostakaka
Leiðbeiningar
Botn
  1. Blandið smjöri og kexmulningi vel saman og þrýstið í botninn á ca 12-16 möffinsformum.
Ostakaka
  1. Hitið ofninn í 160°C. Blandið öllum hráefnum vel saman og deilið á milli möffinsformanna.
  2. Bakið í 25 mínútur og leyfið kökunum að kólna í um klukkutíma, helst inni í ofninum meðan hann er að kólna líka.

Umsagnir

Umsagnir