Hér er á ferð alveg einstaklega einföld og dásamleg uppskrift að eftirréttarlasanja.

Uppskriftina er að finna í bókinni minni, Minn sykursæti lífsstíll, og það var sem fyrr hin hæfileikaríka og yndislega Sunna Gautadóttir sem tók myndirnar af gúmmulaðinu, sem og allar myndirnar í bókinni.

Þennan rétt þarf alls ekki að baka, en í bókinni er sérstakur kafli fyrir kruðerí sem þarf ekki að baka, svona fyrir þá sem hræðast bakarofninn eins og heitan eldinn.

Njótið þessa einstaka lasanja!

Sykurpúða- og súkkulaði lasanja
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Blandið mjólkinni saman við búðingsduftið og hrærið vel í um 2 mínútur. Setjið til hliðar.
  2. Í annarri skál hrærið þið marshmallow-fluff, sem er nokkurs konar sykurpúðarkrem, saman við rjómann. Hrærið næstum því öllum sykurpúðunum saman við rjómablönduna og geymið nokkra til að skreyta með.
  3. Takið til ílangt form, 33–35 sentímetra langt. Raðið 1/3 af hafrakexi á botninn, smyrjið helmingnum af rjómablöndunni ofan á hafrakexið og smyrjið síðan helmingnum af búðingnum ofan á rjómablönduna. Endurtakið.
  4. Myljið nokkur hafrakex ofan á blönduna og dreifið nokkrum sykurpúðum yfir. Sprautið súkkulaðisósu yfir herlegheitin. Setjið réttinn í ísskáp í um klukkustund eða þar til á að bera hann fram. Þetta er hættulega gott!

Umsagnir

Umsagnir