Þá er komið að síðasta jólaþættinum mínum á ÍNN í kvöld. Í honum fer ég yfir tvær einfaldar, heimagerðar jólagjafir til viðbótar sem lítið mál er að henda í svona korter í jól.
Í kvöld bý ég til krítarplatta úr viðarbút og breyti gamalli flík í hitapoka. Ekki missa af því!
Heimagerðar jólagjafir - partur III
|
|
Hráefni
Krítarplatti
Leiðbeiningar
Hitapoki
- Klippið hæfilega stóran bút úr flíkinni - ég notaði ermina til að búa til langan hitapoka yfir axlirnar.
- Saumið pokann saman en haldið einni hliðinni opinni.
- Fyllið pokann um 2/3 af hrísgrjónum. Saumið síðan opið saman.
- Til að nota pokann þarf bara að hita hann í örbylgjuofni í 30-60 sekúndur. Einfaldara gerist það varla!
Krítarplatti
- Málið bútinn með krítarmálningu og leyfið henni að þorna í um 4 klukkustundir.
- Farið aðra umferð með krítarmálningu og leyfið aftur að þorna í um 4 klukkustundir.
- Skrifið skemmtileg skilaboð með krít á plattann. Sniðugt í jólapakkann!