Ég er að segja ykkur það krakkar – þessar bollakökur eru alveg með því besta sem ég hef bakað. Og kremið – maður minn, hvað það er sjúkt! Þið bara verðið að baka.

Ok, ok, ég veit að ég er alltaf að hvetja ykkur til að fara rakleiðis inn í eldhús og baka en þegar svona piparmyntuhimnaríki er annars vegar þá eigið þið hreinlega ekki eftir að sjá eftir því. Ég fæ vatn í munninn bara við að skrifa þetta! Ok, bæ!


Piparmyntukökur með rjómaostakremi
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 múffuform.
  2. Blandið smjöri, sykri og púðursykri mjög vel saman. Bætið síðan eggi, piparmyntudropum og mjólk saman við.
  3. Blandið hveiti, salti, lyftidufti og matarsóda vel saman í annarri skál.
  4. Blandið hveitiblöndunni varlega saman við smjörblönduna. Blandið síðan Remi-kexbitunum varlega saman við með sleif.
  5. Deilið deiginu á milli múffuformanna og bakið í 21-23 mínútur. Leyfið kökunum alveg að kólna áður en kremið er sett á.
Krem
  1. Þeytið smjörið í 2 mínútur og blandið síðan rjómaostinum vel saman.
  2. Bætið því næst flórsykri, piparmyntudropum og matarlit saman við og hrærið vel. Ef ykkur finnst blandan of þykk má bæta við smá mjólk.
  3. Skreytið kökurnar og gúffið í ykkur!

Umsagnir

Umsagnir