Mér finnst svo gaman að baka smákökur. Ég veit ekki hvað það er en möguleikarnir með smákökur eru endalausir.

Stundum hittir maður á alveg æðislega blöndu. Eins og þessa hér. Hnetusmjör og kaffi – algjörlega tryllt kombó!

Ég notaði Reese’s Peanutbutter Chips í þessar sem er einfaldlega hnetusmjörssúkkulaði. Þið getið auðvitað notað hvaða súkkulaði sem er því þetta hnetusmjörssúkkulaði er ekki alltaf til. En ef þið viljið ná þessu hnetusmjörsbragði þá mæli ég með því að bræða saman hnetusmjör og dökkt súkkulaði og leyfa því að storkna eða nota eitthvað annað súkkulaði frá Reese’s.

Uppskriftin er ofureinföld krakkar – þessi lendir beint á smákökulistann fyrir jólin!


Hnetusmjörs- og kaffismákökur
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og setjið smjörpappír á ofnplötur.
  2. Blandið smjöri, sykri, púðursykri og vanilludropum vel saman.
  3. Blandið eggjunum saman við og hrærið vel.
  4. Blandið hveiti, matarsóda og salti saman í annarri skál og hrærið því varlega saman við smjörblönduna.
  5. Hrærið kaffiduftinu saman við og því næst súkkulaðinu með sleif eða sleikju.
  6. Raðið kökunum á ofnplöturnar og bakið í 8-10 mínútur. Leyfið þeim að kólna aðeins áður en þið gúffið í ykkur.

Umsagnir

Umsagnir