Það er svo ofboðslega langt síðan ég bakaði kleinuhringi þannig að ég varð bara að henda í eina með unaðslegri piparmyntu.

Ég vona svo innilega að þeir sem eiga kleinuhringjamót nýti sér þessa uppskrift því hún er algjört æði! Svo keypti ég grænt súkkulaði til að drissa yfir, sem bragðast eins og hvítt súkkulaði. Mér fannst bara þurfa eitthvað grænt. Þetta er nú einu sinni piparmyntuþema!


Piparmyntukleinuhringir
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Hitið ofninn í 180°C og smyrjið kleinuhringjaformið.
  2. Blandið saman hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar.
  3. Blandið kakói og kaffi vel saman í skál og setjið til hliðar.
  4. Bræðið súkkulaði og leyfið því aðeins að kólna.
  5. Blandið smjöri, mjólk, eggi og piparmyntudropum saman í enn annarri skál.
  6. Búið til smá holu í hveitiblöndunni og hellið kakóblöndunni, mjólkurblöndunni og súkkulaðinu ofan í holunni. Blandið vel saman.
  7. Deilið deiginu í mótið og bakið í 15 mínútur.
  8. Leyfið hringjunum að kólna og drissið græna súkkulaðinu yfir.

Umsagnir

Umsagnir