Æi, krakkar. Ekki búa til svona heimagert After Eight. Bara alls ekki. Það ætti að vera ólöglegt hvað þetta er sjúklega, fáránlega, mega gott! Þetta bara hvarf. Ofan í magann minn því ég leyfði engum öðrum að fá! Hvað er að mér?

En jú, búið þetta til. Því þetta er svo sjúkt. Og svo gaman að búa til eitthvað sem maður er vanur að kaupa út í búð en komast svo að því að maður getur gert það alveg jafn vel heima í eldhúsinu. Með aðeins nokkrum hráefnum. Þvílík endemissnilld!

Ég elska þessa uppskrift svo mikið að hún er komin rakleiðis inn á topp 10 listann yfir mínar bestu uppskriftir.


Heimagert After Eight
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Byrjum á því að taka til form, 20x20 sentímetra stórt, og klæða það með smjörpappír.
  2. Bræðið 100 grömm af súkkulaðinu í örbylgjuofni og hellið því í formið. Breiðið úr því þannig að það nái næstum því að brúnunum. Kælið inn í ísskáp í klukkustund.
  3. Blandið flórsykri, mjólk og piparmyntudropum vel saman.
  4. Smyrjið flórsykurblöndunni yfir súkkulaðið en þetta á að smyrjast frekar þunnt. Setjið inn í ísskáp í um klukkustund.
  5. Bræðið hin 100 grömmin af súkkulaði og hellið yfir flórsykursblönduna og sléttið úr því.
  6. Leyfið þessu að standa í ísskáp í 1-2 klukkustundir áður en þið brjótið þetta í mola.

Umsagnir

Umsagnir