Jæja, þá er mars hafinn sem þýðir bara eitt – fullt af djúsí og dásamlegum karamelluuppskriftum á Blaka! Ég er búin að leika mér endalaust með karamellur uppá síðkastið, þá sérstaklega Freyju-karamellur sem eru mínar allra uppáhalds karamellur og hafa margoft valdið miklum magaverk hjá mér vegna ofáts. En það er svo góður magaverkur því Freyju-karamellur eru himneskar!

En ég ætla að byrja karamellumánuðinn á heimagerðum karamellum sem eru svo einfaldar að það hálfa væri nóg. Engin eldavél, enginn hitamælir, ekkert vesen. Bara nokkur hráefni í skál, inn í örbylgjuofn (já, ég sagði örbylgjuofn!) og hita herlegheitin í nokkrar mínútur. Útkoman eru þessar dúnmjúku og gómsætu karamellur sem voru ekki lengi að klárast á mínu heimili!

Svo er þetta líka tilvalin gjöf fyrir þann sem á allt. Þið verðið að prófa þessa uppskrift!


Einföldustu karamellur í heimi
Leiðbeiningar
  1. Takið til ílangt form og klæðið það með smjörpappír. Ég notaði ílangt form í stærra lagi en ef þið viljið hafa karamellurnar mjög þykkar getið þið notað kassalaga form, sirka 20 sentímetra stórt.
  2. Blandið öllum hráefnum nema salti saman í skál sem þolir örbylgjuofn og hrærið vel saman.
  3. Skellið skálinni inn í örbylgjuofninn og hitið í 2 mínútur. Takið skálina út, hrærið vel og setjið aftur inn í örbylgjuofn í aðrar 2 mínútur. Þetta endurtakið þið þar til blandan er búin að vera samtals í 8 mínútur í ofninum.
  4. Passið ykkur því skálin og blandan er mjög heit en hellið blöndunni í formið.
  5. Stráið sjávarsalti yfir blönduna eftir smekk.
  6. Skellið forminu inn í ísskáp þangað til karamellan hefur jafnað sig - sirka hálftíma til klukkutíma.
  7. Skerið í litla bita og borðið með bestu lyst eða pakkið karamellunum fallega inn fyrir einhvern sérstakan.

Umsagnir

Umsagnir