Ég bjó til sætar orkukúlur um daginn og lofaði þá að setja inn mína uppskrift að gömlu, góðu kókoskúlunum. Ég auðvitað svík ekki loforð!

Kókoskúlur eru alltaf klassískar og þær slá ávallt í gegn – jafnt hjá ungum sem öldnum. Stundum má lífið og baksturinn bara vera ofureinfaldur.

Ég sé enga ástæðu til að rugla í fullkomnun og því er mín uppskrift að kókoskúlum frekar hefðbundin. Ég reyndi einhvern tímann að gera þær meira „fancy“. Frostþurrkuð hindber komu við sögu og í stuttu máli var þetta algjört klúður.

Það besta við kókoskúlur er að þær eru svo einfaldar að krakkarnir geta dundað sér við þetta og þarf lítið sem ekkert að hjálpa þeim. Þeim finnst þetta líka ofboðslega gaman og ef margir krakkar á heimili er frábært að geta haft verkaskiptingu, eins konar framleiðslulínu. Þannig er það heima hjá mér og unun að fylgjast með samvinnunni.

Kókoskúlur öskra á haustið í mínum huga og því um að gera að vista þessa uppskrift áður en fer að kólna mikið meira.

Góðar kókosstundir!


Kókoskúlur - þessar gömlu góðu
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Öllu nema kókosmjölinu er blandað vel saman í skál. Ef blandan er of massív er hægt að blanda 1-2 matskeiðum af vatni saman við. Nú, eða köldu kaffi.
  2. Litlar kúlur búnar til úr blöndunni og þeim velt upp úr kókosmjöli. Mér finnst best að kæla þær síðan aðeins í ísskáp áður en maður ræðst á þær með kjafti og klóm.

Umsagnir

Umsagnir

This entry was posted in Konfekt.