Ég eignaðist litla, undurfagra, fullkomna dóttur fyrir akkúrat átta dögum og um helgina var ákveðið að skíra þetta furðuverk hérna heima í stofu. Þó ég hafi oft verið hressari þá gat ég alls ekki leyft öðrum að sjá um veitingarnar. Vissi að ég gæti ekki lifað með því að hafa EKKI bakað fyrir skírn dóttur minnar.

Ég hlóð því í þrjár týpur af bollakökum, Rice Krispies-kökur og sjálfa skírnartertuna sem tók verulega á taugarnar. Ég ætla að leyfa þessum skírnarkökum að malla inn á bloggið smátt og smátt og byrja á Oreo-bollakökunum sem ég gæti vel hugsað mér að drepa fyrir!


Oreo-bollakökur
Hráefni
Kökur
Leiðbeiningar
Kökur
  1. Hitið ofninn í 180°C og takið til möffinsform. Setjið eina Oreo-kexköku í botninn á hverju formi (ca 12 form).
  2. Blandið hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti saman og setjið til hliðar.
  3. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið síðan sykri, eggi, sýrðum rjóma, mjólk og vanilludropum saman við smjörið.
  4. Blandið smjörblöndunni varlega saman við þurrefninn. Grófsaxið 8 Oreo-kexkökur og blandið þeim varlega saman við. Deilið deiginu í möffinsformin og bakið í 20 til 23 mínútur.
Krem
  1. Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því aðeins að kólna.
  2. Blandið smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst hvíta súkkulaðinu, vanilludropum og mjólk saman við.
  3. Takið kremið af síðustu 2 Oreo-kökunum. Fínmyljið þær, til dæmis í matvinnsluvél. Skreytið kökurnar með kreminu og drissið Oreo-mulningi yfir.

Umsagnir

Umsagnir