Mín nýjasta ástríða er að prófa mig áfram í að baka alls kyns brauðmeti. Ég hef gert alls kyns tilraunir í eldhúsinu síðustu mánuði og er ég búin að missa tölu á því hve margir hveitipokar hafa farið í súginn. En það fylgir því víst að reyna að fullkomna hina fullkomnu uppskrift. Margt dásamlegt hefur komið úr þessum tilraunum – til dæmis þessi rúnstykki.

Rúnstykkin mín eru svo dúnmjúk og dásamleg að ég held að ég geti hreinlega ekki keypt mér aftur eitthvað svona í bakaríi. Mér finnst þessi rúnstykki bara lang, langbest.

Uppskriftin er líka ofboðslega einföld og gefur manni um það bil 15 stykki, sem er algjört lágmark á mínu heimili ef allir eru í mat.

Það sem gerir þessi rúnstykki einstaklega fullkomin er að þau hefa sig tvisvar og svo penslar maður þau með smjöri þegar þau eru brennandi heit, nýkomin úr ofninum. Það er sko algjör unaður og gerir stykkin enn þá gómsætari en ekki.

Hvernig væri að fullkomna helgina með þessum brauðbollum? Ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!

Sjáumst við ofninn!


Æðisleg rúnstykki - fullkomin í morgunmat
Hráefni
Leiðbeiningar
  1. Byrjið á því að blanda þurrgeri, volgu vatni, sykri, salti og helmingnum af hveitinu vel saman. Leyfið þessu að standa í 5 mínútur.
  2. Blandið síðan eggjunum við, einu í einu. Því næst er smjörinu blandað við og því næst restinu af hveitinu.
  3. Skellið deiginu á hreinan borðflöt sem búið er að dusta með hveiti og hnoðið það létt.
  4. Skellið deiginu í skál, stráið smá hveiti yfir, setjið hreint viskastykki yfir skálina og leyfið deiginu að hefast í 1 klukkustund á þurrum og volgum stað.
  5. Skellið deiginu aftur á borðflötin og hnoðið það upp með smá hveiti.
  6. Skiptið deiginu í sirka 15 parta og búið til kúlur úr því. Raðið þeim á smjörpappírsklædda ofnplötu. Setjið viskastykkið yfir og leyfið stykkjunum að hefast í 20-30 mínútúr.
  7. Hitið ofninn í 200°C og bakið rúnstykkin í 15-20 mínútúr. Penslið þau með smjöri um leið og þau koma úr ofninum. Þið getið líka nuddað smjörstykkinu á þau, þar sem smjörið bráðnar á stundinni. Njótið!

Umsagnir

Umsagnir